Saga - 2011, Qupperneq 107
ferðismál á nokkuð hispurslausan hátt. Íslenskar kvenfrelsiskonur á
borð við Björgu C. Þorláksson tókust á um ástir og hjónabönd í
Skírni og víðar og katrín Thoroddsen flutti fyrirlestra um frjálsar
ástir og takmörkun barneigna sem gefnir voru út á bók árið 1931.7
Á þriðja og fjórða áratug aldarinnar voru jafnframt sett lög um varnir
gegn kynsjúkdómum, um þungunarvarnir, fóstureyðingar o.fl. Þessi
þróun íslenskrar kvenréttindahreyfingar er vel þekkt og henni hafa
verið gerð nokkuð góð skil.8 en hver skyldi hafa verið vísirinn að
slíkri umræðu á Íslandi við upphaf 20. aldar?
Til að svara þeirri spurningu verða skoðuð skrif um siðferðis-
ástand og kynfrelsi frá þessum tíma, einkum þeirra Ingibjargar
Ólafs son og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.9 Ólík sjónarmið þessara
tveggja kvenna, sem báðar voru ættaðar úr Húnavatnssýslu, endur-
spegla djúpstæðan hugmyndafræðilegan ágreining víða á vestur -
löndum á síðari hluta 19. aldar og fram á þá tuttugustu. Sá ágrein-
ingur varðaði kynferðis- og ástarmál, siðferði og ríkisafskipti, tvö-
falt siðgæði og hlutverk kvenna, ekki síst að því er snerti barneignir
og hjónaband. við greiningu á þessum textum verður gengið út frá
því að kvenfrelsishreyfingin á Íslandi við upphaf 20. aldar sé hluti
af fjölþjóðlegri hugmyndastefnu kvenréttinda og að hugmynda-
grundvöll íslenskra kvenfrelsissinna beri að skoða í því samhengi.
ennfremur er litið svo á að umræðan um siðferðisástand Íslendinga
sé hluti af því nývæðingarferli sem átti sér stað á Íslandi áratugina í
„lauslætið í reykjavík“ 107
7 Af fræðsluritum má nefna þrjár þýddar bækur eftir kristiane Skjerve og tvær
um ástalíf hjóna eftir Marie Stopes. Sjá yfirlit í kristín Ástgeirsdóttir, „Fyrst og
fremst einkamál kvenna,“ bls. 50–66. Björg skrifaði þónokkrar greinar um þessi
mál. Sjá t.d. Björg C. Þorláksson, „Hjúskaparlögin“, Lögrétta 16. árg. 7. tbl. (1921),
bls. 1 og „Undirrót og eðli ástarinnar“, Skírnir 107 (1933), bls. 24–44. Um Frjálsar
ástir katrínar Thoroddsen og viðbrögð sumra kvenréttindakvenna, sjá kristín
Ástgeirsdóttir, „katrín Thoroddsen“, Andvari 132 (2007), bls. 31–35.
8 kristín Ástgeirsdóttir, „Fyrst og fremst einkamál kvenna“. — Pálmi Gautur
Sverrisson, Holdsins vísindi. — Arnþór Gunnarsson, „kona í karlaveröld. Þátt -
ur katrínar Thoroddsen í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna 1920–1960“, Sagnir
11 (1990), bls. 35–42. — kristín Ástgeirsdóttir, „katrín Thoroddsen.“
9 Ingibjörg gaf út bækling árið 1912 þar sem hún ræddi það sem að hennar mati
var bágborið siðferðisástand Íslendinga, ekki síst ungra stúlkna. Bríet skrifaði
ítarlegan ritdóm um bæklinginn í Kvennablaðið þar sem hún svaraði fullyrðing-
um Ingibjargar og lýsti jafnframt eigin skoðunum á siðferðismálum, hjónabandi
o.fl. Ingibjörg Ólafsson, Nokkur orð um siðferðisástandið á Íslandi (Reykjavík: Gefið
út á kostnað höfundar 1912). — Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Bækur,“ Kvennablaðið
18. árg., 4–5. tbl. (1912), bls. 27–29 og 36–38.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage107