Saga - 2011, Qupperneq 108
kringum aldamótin 1900 og þeirri endurskoðun á eðli og hlutverki
kvenna — mótun kyngervis — sem því fylgdi. Þá er byggt á rann-
sóknaraðferðum kynjasögunnar þar sem gert er ráð fyrir að hlut-
verkaskipting og (ímyndaður) eðlismunur kynjanna og ekki síst
kynverund séu félagslega og menningarlega mótuð fyrirbæri.10
Kynverund, frjálsar ástir
og kvenréttindahreyfing 19. aldar
Hugtakið kynverund (e. sexuality) er nýlegt hugtak í sagnfræðirann-
sóknum og íslensku máli.11 Það er þó gagnlegt greiningartæki enda
á kynverund sem menningarlega og félagslega mótað fyrirbæri sína
sögu. kynverund skilgreinir Pálmi Gautur Sverrisson þannig: „öll
sú merking sem menn ljá kynferðislegum efnum — svo sem hegðun
og hugsun tengdri kynlífi sem verknaði.“12 Slík merking er breyti-
leg bæði í tíma og rúmi og er þar með sögulegt viðfangsefni.13 Þá er
saga kynverundar kvenna (e. female sexuality) um margt frábrugðin
vilhelm vilhelmsson108
10 Um fjölþjóðlegar hugmyndastefnur, áhrif þeirra og útbreiðslu á Íslandi, sjá Ingi
Sigurðsson, Erlendir straumar og íslenzk viðhorf. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndastefna
á Íslendinga 1830–1914 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2006). varðandi umræðu
um nývæðingu, kyngervi og kynjasögu, sjá Sigríður Matthíasdóttir, „Aðferðir
og kenningar kynjasögunnar. Þróun og framtíðarsýn“, 2. íslenska söguþingið. 30.
maí — 1. júní 2002. Ráðstefnurit I. Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag
2002), bls. 32–42.
11 Hugtakið sexuality er þýtt bæði „kynvitund“ og „kynhneigð“ í grein eftir
kynja fræðing árið 2001 og „kynverund“ því greinilega ekki komið í almenna
notkun þá. Sjá Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „Af fegurðardísum, ástandskon-
um og fjallkonum. Lesið í táknmyndir hins kvenlega í íslensku menningar-
umhverfi“, Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi.
Ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands 2001), bls.
493. Pálmi Gautur Sverrisson gerir stutta úttekt á þýðingu hugtaksins í nýlegri
grein í Sögnum og kemur þar fram að þýðinguna „kynverund“ sé einungis að
finna í einni ensk-íslenskri orðabók. „kynhneigð“ er mun algengari þýðing en
er á engan hátt fullnægjandi sem fræðilegt hugtak. „kynverund“ hefur hins
vegar náð ákveðinni fótfestu meðal íslenskra fræðimanna á allra síðustu árum.
Pálmi Gautur Sverrisson, „kynverund og sagnfræði?“, Sagnir 28 (2008), bls.
37–38. enska hugtakið sjálft kemur fyrst fram á prenti árið 1879 og átti þá við
um færni til kynferðislegrar ástríðu. Sjá véronique Mottier, Sexuality, bls. 31.
12 Pálmi Gautur Sverrisson, „kynverund og sagnfræði?“, bls. 40.
13 Lawrence Stone, The Past and Present Revisited (London: Routledge and kegan
Paul 1987), bls. 346–348.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage108