Saga - 2011, Side 110
ingar deila þó um hversu mikil kynferðisleg bæling hafi í raun verið
á síðari hluta 19. aldar og að hve miklu leyti hin siðprúða millistétt-
arkona aldarinnar sé goðsögn. Svo mikið er víst að mikill munur var
á siðferðisástandi og siðferðisvitund einstakra stétta, en siðbótar-
hreyfing 19. aldar byggðist á siðgæði millistéttarinnar sem taldi sér
skylt að bæta siðferðisástand hinna lægri stétta og má líta á það sem
lið í tilraunum til að sefa „hinar hættulegu stéttir“.17 Að sama skapi
skipaði kynverund lykilsess í hugmyndafræði kvenfrelsissinna allt
frá 18. öld og átti stóran þátt í þeirri sköpun sjálfsmyndar sem fylgdi
kröfum um aukin réttindi kvenna. Þegar tekist var á, bæði innan
kvenfrelsishreyfinga og milli þeirra og feðraveldisins, um eðli og
hlutverk kvenna hlaut kynverund kvenna að leika stórt hlutverk.
Sem fyrr segir ríktu tveir meginhugmyndastraumar innan kven-
frelsishreyfingar 19. aldar. Slíka aðgreiningu verður að taka með
fyrirvara enda um einföldun að ræða og ekki er algilt að hreyfingin
sé aðgreind á þann hátt. Félagsfræðingurinn Olive Banks skiptir
hreyfingunni t.d. í þrennt eftir hugmyndafræðilegum áherslum.18
Hér verður hins vegar haldið í fyrrgreinda tvískiptingu þar sem hún
byggist á þeirri klofningslínu sem er meginefni mitt, þ.e. afstöðunni
til siðferðismála og ástalífs.19 Rætur kvenfrelsishreyfingar 19. aldar
liggja að miklu leyti í þeirri trúarlegu vakningu sem varð í Banda -
ríkjunum, englandi og víðar á fyrri hluta aldarinnar, og það var ekki
síst virk þátttaka kvenna í þeirri vakningu og þeim sið- og umbóta-
hreyfingum sem henni fylgdu — baráttunni gegn þrælahaldi og
fyrir bættri menntun svo fátt eitt sé nefnt — sem rak þær af stað í
réttindabaráttu sína.20 kvenfrelsishreyfingin var því nátengd félags-
legum umbótahreyfingum millistéttarinnar á 19. öld — baráttunni
gegn löstum og siðspillingu borgarsamfélagsins, vændi, lauslæti og
áfengisdrykkju svo fátt eitt sé nefnt — og það var afstaðan til slíkra
vilhelm vilhelmsson110
17 Anna Clark, „Female sexuality“, bls. 66–67.
18 Olive Banks, Faces of Feminism. A Study of Feminism as a Social Movement
(Oxford: Martin Robertson and Company 1981), bls. 7–8.
19 kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur skiptir kvenfrelsishreyfingu 19. aldar
einnig í tvennt en á dálítið öðrum forsendum. Sjá kristín Ástgeirsdóttir, „Í
anda kristilegs kærleika. kristni og kvennahreyfingar á Íslandi 1875–1930“,
Kvennabarátta og kristin trú. Ritstj. Arnfríður Guðmundsdóttir og kristín Ást-
geirsdóttir (Reykjavík: JPv útgáfa 2009), bls. 150.
20 Richard J. evans, The Feminists. Women’s Emancipation Movements in Europe,
America and Australasia 1840–1920 (London: Croom Helm Books 1977), bls.
33–34.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage110