Saga - 2011, Side 112
Tvöfalt siðgæði var þannig mörgum kvenfrelsissinnum hugleikið á
síðari hluta 19. aldar.24 Margir þeirra álitu að óhófleg kynhvöt karl-
manna væri meginorsök kúgunar kvenna; konur væru frá náttúr-
unnar hendi lausar við slíkan ósóma og því ætti að færa karla upp
á þeirra siðferðilega háa plan. Jafnframt var það talið óeðlilegt að
karlar fengju undanþágu frá þeim siðferðiskröfum sem konum
væru settar; þeir ættu að sitja við sama borð, þ.e. ástunda skírlífi
fram að hjónabandi. krafan um skírlífi var talin bæði rétt og eðlileg
og því einföld jafnréttiskrafa að hún ætti við um bæði kynin.25 Fyrir
vikið börðust fjölmargar kvenréttindakonur gegn útbreiðslu getn -
aðarvarna þar sem þær voru taldar hvetja til kynlífs utan hjóna-
bands.26 Baráttan gegn vændi, sem var lykilmálefni siðbótarsinn -
aðra kvenréttindakvenna, beindist ekki síst að tvöföldu siðgæði og
siðspillandi áhrifum kynlífs utan hjónabands. einstaka konur tóku
kristilegt siðbótartrúboð sitt svo alvarlega að öðrum siðbótarkonum
blöskraði, þ.á m. ensku kvenréttindakonunni Laura Chant sem
barðist gegn berum handleggjum og hálsi kvenna á almannafæri og
gekk þar fram af Josephine Butler, sem þó verður seint talin til „kyn-
róttæklinga“.27
Hugtakið kynróttæklingur (e. sex radical) hefur stundum verið
notað í sagnfræðirannsóknum um þá hugmyndastefnu sem kennd
er við frjálsar ástir, en notkun hugtaksins er lýsandi fyrir þann
vanda sagnfræðinga að mynda ramma utan um þær ólíku hug-
myndir sem kenndar voru við frjálsar ástir á síðari hluta 19. aldar og
framan af þeirri 20.28 Fyrir það fyrsta var hugtakið „frjálsar ástir“
vilhelm vilhelmsson112
24 Hugtakið „tvöfalt siðgæði“ (e. double moral standard) þýðir í þessu samhengi að
ekki voru gerðar sömu siðferðiskröfur til karla og kvenna. Málefnið var mikið
til umræðu undir lok 19. aldar og er m.a. meginviðfangsefni leikritsins
Brúðuheimilið eftir norska skáldið Henrik Ibsen.
25 Sjá Anna Clark, „Female sexuality“, bls. 71–72 og Olive Banks, Faces of
Feminism, bls. 63.
26 Olive Banks, Faces of Feminism, bls. 74–75.
27 Lucy Bland, „Feminist vigilantes of late-victorian england“, Regulating Mother -
hood. Historical Essays on Marriage, Motherhood and Sexuality. Ritstj. Carol Smart
(London: Routledge 1992), bls. 33–34. Ingibjörg Ólafsson fór reyndar út í sömu
sálma þegar hún gagnrýndi ósmekkvísi íslenskra stúlkna í klæðaburði; þær
gengju á kjólbúningi „fleygnar niður á háls og berar upp fyrir olnboga.“
Ingibjörg Ólafsson, Nokkur orð um siðferðisástandið, bls. 41–42.
28 Sagnfræðingurinn Saskia Poldervaart hefur lýst tengslum hugmynda um
frjálsar ástir við útópískar hugmyndastefnur og hreyfingar í tímans rás, allt frá
fornöld til vorra daga. Hér verður hins vegar einblínt á þær hugmyndir um
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage112