Saga - 2011, Side 114
að stunda til að fjölga mannkyninu en töldu hjónabandið kúga kon-
ur til að láta undan óhóflegri kynhvöt karla.33 Sem fyrr segir var þó
ekkert eitt viðhorf til kynverundar sem einkenndi hugmyndafræði
frjálsra ásta. Þvert á móti geisuðu í blöðum þeirra beggja vegna
Atlantshafsins blómlegar umræður um kynlíf, kynþrá kvenna og
æskilega kynhegðun á árunum 1850–1910, og engin einhlít svör er
þar að finna.34 Fylgjendur frjálsra ásta deildu andúðinni á tvöföldu
siðgæði með siðbótarsinnum en tóku þveröfugan pól í hæðina; losa
ætti um þá félagslegu skömm sem fylgdi kynlífi utan hjónabands og
óskilgetnum börnum. Þau litu svo á að þegar sömu siðgæðiskröfur
yrðu gerðar til allra gætu konur fyrst tjáð kynverund sína hispurs-
laust án ótta við afleiðingar á borð við mannorðsmissi, það að vera
álitnar „fallnar“ eða eignast óvelkomin börn. Jafnvel vændi var af
hinum róttækustu talið einkamál þeirra sem það stunduðu, þótt sú
neyð sem ýtti konum út í vændi gegn vilja sínum væri fordæmd.35
Frjálsar ástir — líkt og kvenfrelsisbarátta almennt — var fjöl -
þjóðleg hugmyndastefna og áhrifa hennar gætti víða þó fylgjendur
hennar hafi lagað kenningarnar að staðbundnum aðstæðum og
þeirri heimsmynd sem þeir bjuggu við. Hreyfingin stóð án efa sterk-
ast í Bandaríkjunum en sama hugmyndafræði og kenningarammi lá
til grundvallar samtökum og hreyfingum víða á vesturlöndum, svo
sem Verband Fortschrittlicher Frauenvereine í Þýskalandi og English
Legitimation League á Bretlandseyjum.36 Á Norðurlöndum var tvö-
falt siðgæði hitamál meðal menntamanna á síðustu tveimur áratug-
um 19. aldar. Sumir leituðu til róttækra hugmynda um frjálsar ástir
en aðrir, t.d. norska skáldið Bjørnsterne Bjørnson, töldu að skírlífis-
krafan, sem þegar var gerð til ógiftra kvenna, ætti einnig að gilda
um karla.37 Sænski sagnfræðingurinn Jens Rydström hefur lýst því
hvernig breytingar á siðferðisstöðlum — og ekki síst umræða um
tvöfalt siðgæði — áttu sér stað á Norðurlöndum samfara sjúkdóms -
væðingu „afbrigðilegrar“ kynhegðunar og uppgangi vísindalegra
vilhelm vilhelmsson114
33 Olive Banks, Faces of Feminism, bls. 76.
34 Joanne e. Passet, Sex Radicals, bls. 157–164. — Saskia Poldervaart, „The
Recurring Movements of Free Love“, bls. 7–11.
35 Joanne e. Passet, Sex Radicals, bls. 158–159.
36 véronique Mottier, Sexuality, bls. 53.
37 Jens Rydström, „„Sodomitical sins are threefold“. Typologies of Bestiality,
Masturbation, and Homosexuality in Sweden 1880–1950“, Journal of the History
of Sexuality 9:3 (2000), bls. 255. — Gro Hagemann, „Bohemer, kvinnesakskvin-
ner og hanskemoral“, bls. 49–50.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage114