Saga - 2011, Side 115
rökhyggjukenninga um fólksfjölgun á borð við ný-malthúsían-
isma.38 Þó má ekki gera lítið úr áhrifum pólitískrar og menningar-
legrar róttækni á slíkar umræður enda skipuðu raunsæisskáldin
svokölluðu stóran sess í slíkum deilum og í Noregi fóru bóhemar
fremstir í flokki við að ögra samfélagslegum viðmiðum, ekki síst í
kynferðismálum.39 Innan kvennahreyfingarinnar sjálfrar voru við -
brögðin hins vegar blendin og tóku ólíka stefnu eftir löndum. Í
Noregi valdi Norsk Kvinnesaksforening og í Svíþjóð Fredrika-Bremer-
Förbundet að sniðganga að mestu fræðilegar umræður um kynsið -
ferði (e. sexual morality), skírlífi og hjónabandið og einbeittu sér þess
í stað að praktískum umbótum á stöðu kvenna. engin sátt ríkti þó
um slíka afstöðu innan hreyfinganna og olli það á köflum miklum
deilum.40 Í Danmörku voru siðferðismál hins vegar í brennidepli
meðal kvenfrelsiskvenna, ekki síst í baráttunni gegn vændi og and -
stöðu við tvöfalt siðgæði og óskírlífi einhleypra karla.41
Íslenskt samfélag og málefni kvenna við upphaf 20. aldar
Síðari hluti 19. aldar var tími hræringa í íslensku samfélagi. Fjöldi
fólks fluttist frá sveit til sjávar, jafnvel vestur um haf, atvinnuvegir
tóku stakkaskiptum og mikil gróska var í félagsstarfssemi ýmiss
konar. Stjórnmálin einkenndust af sjálfstæðisbaráttunni og misgóð -
um samskiptum við stjórnvöld í Danmörku.42 Þá voru gerðar tals-
„lauslætið í reykjavík“ 115
38 Jens Rydström, „Sodomitical sins are threefold“, bls. 255.
39 Gro Hagemann, „Bohemer, kvinnesakskvinner og hanskemoral“, bls. 50–57 og
73–74.
40 Ida Blom, „Modernity and the Norwegian Women’s Movement from the 1880s
to 1914. Changes and Continuities“, Women’s Emancipation Movements in the
Nineteenth Century. A European Perspective. Ritstj. Sylvia Paletschek og Bianka
Pietrow-ennker (Stanford: Stanford University Press 2004), bls. 132–133. —
Ulla Manns, „Gender and Feminism in Sweden. The Fredrika Bremer Associ -
ation“, Women’s Emancipation Movements in the Nineteenth Century. A European
Perspective, bls. 158–159. Ólafía Jóhannsdóttir, einn af brautryðjendum kven-
réttinda á Íslandi, fluttist til Noregs við upphaf 20. aldar og starfaði þar á veg-
um Hvítabandsins, m.a. við að reyna að bjarga „föllnum“ konum frá „mun -
aðar syndinni,“ kynlífi sem utan hjónabands var „bæði dýrslegt og djöfullegt.“
Sjá Sigríður Dúna kristmundsdóttir, Ólafía. Ævisaga Ólafíu Jóhanns dóttur
(Reykjavík: JPv útgáfa 2006), bls. 358.
41 karin Lützen, Byen tæmmes, bls. 252. — Richard J. evans, The Feminists, bls.
77–78.
42 Almennt yfirlit má sjá í Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Íslandssaga
til okkar daga (Reykjavík: Sögufélag 1991), bls. 301–321.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage115