Saga - 2011, Page 116
verðar réttarbætur á stöðu kvenna hér á landi. Meðal annars fengu
ekkjur og ógiftar konur sem stóðu fyrir búi kosningarétt til sveita-
stjórna árið 1882 og árið 1900 voru sett lög um meðgjöf með óskil-
getnum börnum, svo fátt eitt sé nefnt.43
við þessar aðstæður þróuðust fastmótaðri hugmyndir um hlut-
verk og eðli kynjanna, siðferðiskröfur og ekki síst getu samtaka-
máttarins — félagshreyfinga — til að koma á þjóðfélagslegum úr -
bótum, útrýma löstum og efla almennt siðgæði. Stofnuð voru bind-
indisfélög sem settu sér það markmið að útrýma áfengisneyslu og
kristileg félög með almenna siðbót fyrir augum.44 Í Reykjavík var þá
að myndast vísir að borgarmenningu og kannski ekki síður ung-
dómsmenningu og upp úr aldamótum tók ungt fólk að klæðast upp
á danskan móð og stunda dansleiki við hvert tækifæri. Drengir og
stúlkur stungu saman nefjum eftirlitslaust og stúlkur voru farnar
bæði að reykja og drekka við misjafnar undirtektir eldra fólks, sem
ekki hafði vanist slíkri hégómagirni og léttúð í sínum heimasveit-
um.45 Þessi iðja var ekki orðin jafn almenn á fyrstu árum 20. aldar
og hún varð þegar kom fram á „glaða áratuginn“, upp úr 1920, en
eins og síðar verður komið að var þessi léttúð unga fólksins á möl-
inni farin að valda áhyggjum hjá mörgum, var tilefni ítrekaðra
blaðaskrifa frá árinu 1901 og fór vaxandi.46
Mitt í þessari grósku varð til vísir að kvenréttindastarfi á Íslandi
með stofnun kvenfélaga og kvennaskóla auk fyrirlestrahalds og
blaðaskrifa um réttindi kvenna. Hið íslenzka kvenfélag var stofnað
árið 1894 og barðist það m.a. fyrir réttindum kvenna. ekki voru all-
ar konur sammála um áherslur og hugmyndafræði þess og leiddi sá
ágreiningur á endanum til stofnunar kvenréttindafélags Íslands árið
1907.47 Talsvert hefur verið skrifað um bernskuár kvenréttinda-
vilhelm vilhelmsson116
43 Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir og
Guðrún Dís Jónatansdóttir (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands 1998), bls. 147.
44 Hrefna Róbertsdóttir, Reykjavíkurfélög. Félagshreyfing og menntastarf á ofanverðri
19. öld (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1990), bls. 20–22. Um
mótun hugmynda um hlutverk og eðli kynjanna, sjá Sigurður Gylfi Magnús -
son, „kynjasögur á 19. og 20. öld? Hlutverkaskipan í íslensku samfélagi,“ Saga
XXXv (1997), bls. 168.
45 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870–1940. 1. bindi
(Reykjavík: Iðunn 1991), bls. 449–464.
46 „Lauslætið í Reykjavík“, Elding 10. febrúar 1901. Árið 1912 varði Laufey
valdimarsdóttir heiður reykvískra stúlkna sem reyktu, drukku og gengu um
bæinn í fylgd drengja. Sjá Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 197.
47 kristín Ástgeirsdóttir, „Í anda kristilegs kærleika“, bls. 107–163.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage116