Saga - 2011, Síða 117
hreyfingar og kvenfrelsishugmynda á Íslandi og óþarfi að tíunda
þau mál frekar hér,48 en íslensk kvennahreyfing á ofanverðri 19. öld
og þeirri tuttugustu öndverðri var að mestu leyti í anda þeirrar
siðbótarstefnu sem einkenndi meginþorra kvenfrelsishreyfinga
erlendis. Auk bindindis og annarra siðbóta var rík áhersla lögð á
menntun kvenna og kosningarétt. Minna fór fyrir umræðum um
kynferðismál fyrr en upp úr 1920.49
Áður hefur verið fjallað um ríkjandi viðhorf til kynverundar
kvenna á 19. öld og má leiða að því líkur að sambærileg viðhorf hafi
verið uppi á Íslandi. Sigurður Gylfi Magnússon hefur í merkilegri
grein sett fram það sem hann kallar „mýtuna um konuna“ á 19. öld
og framan af þeirri 20. Hún byggðist „á flókinni samsetningu
lögboðinnar og venjuhelgaðrar hlutverka- og verkaskiptingar milli
karla og kvenna“ og endurspeglaðist í ímynd hinnar fullkomnu
húsmóður sem gerði ráð fyrir að konur sinntu fyrst og fremst barna-
uppeldinu og öðrum hefðbundnum kvennahlutverkum.50 Skilgrein -
ing hans tekur ekki til kynverundar nema þá óbeint í formi eigin-
konu- og móðurhlutverksins, en eins og Sigurður bendir á var
mýtan ekki síst draumur heldri stétta um hlutverk kvenna í sam-
félaginu og átti lítið skylt við daglegt líf alþýðu. Sú stranga siðferðis-
krafa sem gerð var til ógiftra kvenna var án efa hluti af þessari
mýtu. Upp úr 1880 varð sífellt algengara að fólk tæki upp „hneyksl-
anlega sambúð“, óskilgetnum börnum fjölgaði auk þess sem út -
breiðsla kynsjúkdóma jókst áþreifanlega á þessum árum.51 Þrátt
„lauslætið í reykjavík“ 117
48 Sjá ágætt yfirlit í Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil. Saga Kven -
réttindafélags Íslands 1907–1992 (Reykjavík: kvenréttindafélag Íslands 1993).
49 Sama heimild, bls. 21–30. Sjá einnig kristín Ástgeirsdóttir, „Í anda kristilegs
kærleika.“ Niðurstaða hennar er m.a. að erindi kvenna „eins og íslenskar kven-
réttindakonur lýstu því“ hafi verið miklu fremur tengt hugmyndum um „köll-
un kvenna“ (þ.e. kristilega siðbót og „velferðarfemínisma“) og mæðrahyggju en
þeim skoðunum sem kenndar hafa verið við jafnréttisfemínisma og byggjast á
hugmyndum um jafnan rétt og jafna getu kynjanna á öllum sviðum.
50 Sigurður Gylfi Magnússon, „kynjasögur á 19. og 20. öld?“, bls. 144.
51 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 272. — kristín Ást-
geirsdóttir, „Fyrst og fremst einkamál kvenna“, bls. 55–56. — Steingrímur
Matthíasson, Freyjukettir og freyjufár (Reykjavík: Bókaverslun Guðm. Gamal -
íels sonar 1917), bls. 9. Steingrímur segir sjúklingum með „samræðissjúkdóma“
hafa fjölgað úr 16 í 343 á aðeins tuttugu árum. Hann sá þó ekki ástæðu til að
fræða fólk um getnaðarvarnir heldur hvatti til skírlífis. Hlutfall ógiftra kvenna
var óvenjuhátt á Íslandi, eða 640 af hverjum 1000 konum yfir tvítugu árið 1901,
og á Íslandi fæddust fleiri óskilgetin börn en þekktist í nágrannalöndunum. Sjá
Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 13.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage117