Saga - 2011, Side 118
fyrir það þótti engin ástæða til að fræða alþýðu um getnaðarvarnir
heldur var þeim skilaboðum komið á framfæri að konur ættu ekk-
ert erindi að vera einar með karlmönnum fyrr en eftir giftingu.52 Í
stað þess að spornað væri við þróuninni með uppfræðslu spruttu
fram kristilegar hreyfingar sem hvöttu til hreinlífis og kristilegs
siðgæðis en kvenréttindakonur voru að mestu þöglar um þessi mál.
Snöggt yfirlit yfir efni blaðsins Framsókn, sem þó var talið rót-
tækara af þeim tveimur blöðum kvenfrelsishreyfingarinnar sem
starfrækt voru hér á landi í kringum aldamótin,53 gefur til dæmis
ekki ástæðu til að ætla annað en að íhaldssöm siðbótarstefna hafi
verið allsráðandi í siðferðismálum. Jafnvel dans gat að áliti hinna
annars nokkuð róttæku kvenfrelsiskvenna „verið skaðlegur, sé hann
iðkaður fram úr hófi“ þótt hann þætti annars „fögur skemmtun.“54
Kvennablað Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sinnti framan af einkum heim-
ilis- og menningarmálum kvenna, en upp úr aldamótum varð tónn-
inn pólitískari og Bríet lýsti formlega yfir stefnubreytingu árið
1905.55 Upp frá því fór einnig að bera á frjálslyndari og gagnrýnni
viðhorfum en áður til hjónabands, siðferðis og samskipta kynjanna
á síðum blaðsins, þótt ávallt væri stigið varlega til jarðar. Í greininni
„kvenfólkið og hjónabandið“ eru t.d. kröfur „nútíma konunnar“
um menntun og sjálfstæði varðar gegn ásökunum karla um að þær
séu þá einskis nýtar sem eiginkonur og húsmæður, en á sama tíma
minnir höfundur konur á að „konungsríki þeirra er heimilið“.56 Hér
má vissulega velta fyrir sér hvort Kvennablaðið hafi meðvitað dempað
tóninn því nógu rótæk þótti Bríet í íhaldssamari kreðsum íslenskra
góðborgara.57 Að minnsta kosti gætti næstu árin ákveðinnar til-
hneigingar á síðum blaðsins til að ýta smám saman við hinu leyfilega
vilhelm vilhelmsson118
52 kristín Ástgeirsdóttir, „Fyrst og fremst einkamál kvenna“, bls. 54–55.
53 Sigríður k. Þorgrímsdóttir, „„Hinn þröngi hringur.“ Umræðan um hlutverk og
eðli kynjanna um aldamótin 1900“, 2. íslenska söguþingið, 30. maí — 1. júní 2002.
Ráðstefnurit I. Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir (Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag 2002), bls. 58.
54 „Skemmtanir“, Framsókn 3. árg. 9. tbl. (1897), bls. 33.
55 Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 47–48.
56 „kvenfólkið og hjónabandið“, Kvennablaðið 12. árg. 8. tbl. (1906), bls. 57–58.
Sigríður k. Þorgrímsdóttir eignar Bríeti Bjarnhéðinsdóttur þessa grein en í
næsta tölublaði Kvennablaðsins er prentuð leiðrétting þess efnis að undir
umræddri grein hafi átt að standa „lauslega þýtt.“ Sjá Kvennablaðið 12. árg. 9.
tbl. (1906), bls. 69.
57 Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 67.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage118