Saga - 2011, Page 119
og kanna hversu langt væri hægt að ganga, eins og minnst verður á
hér síðar. Sú tilhneiging virðist á endanum hafa virkað fráhrindandi
á lesendahóp blaðsins, sem fór hratt minnkandi síðustu árin.58
Ingibjörg, Bríet og umræður um siðferðisástand á Íslandi
Ingibjörg Ólafsson var fædd í vatnsdal í Húnavatnssýslu árið 1886.
Hún hafði gengið í Gagnfræðaskólann á Akureyri, tvo lýðskóla í
Danmörku og kennaraháskóla bæði í kaupmannahöfn og englandi
og var því óvenju mikið menntuð af íslenskri konu að vera við upp-
haf 20. aldar.59 eftir skólavistina árið 1910 flutti hún aftur til Íslands
og gerðist framkvæmdastjóri kFUk en flutti alfarin til útlanda árið
1912. eftir það bjó hún bæði í Danmörku og englandi og vann fyrir
kFUk auk þess sem hún var fulltrúi Danmerkur í The International
Bureau for the Suppression of Traffic in Women and Children, baráttu-
samtökum gegn mansali og vændi. Þess utan skrifaði hún bækur
um kristileg málefni.60 Hún er því nokkuð dæmigerður fulltrúi
hinnar siðvöndu og sannkristnu umbótakonu sem barðist gegn löst-
um og siðspillingu, sem var svo einkennandi fyrir siðbótarhreyfingu
aldamótaáranna og var nátengd réttindahreyfingum kvenna. Ingi -
björg kynntist siðbótarstörfum náið á námsárum sínum í Dan -
mörku, en þar tók hún þátt í hinu svokallaða Magdalenustarfi, sem
fólst í því að bjarga vændiskonum frá líferni sínu með því að vista
þær á þartilgerðum heimilum. Ingibjörg starfaði einnig í samtökun-
um Les amies de la jeune fille sem börðust gegn „hvítu þrælasöl-
unni.“61 Strax eftir heimkomuna til Íslands árið 1910 hóf hún að láta
siðferðismál til sín taka því það var þá sem hún taldi sig verða vitni
að siðspillingu og ákveðinni viðurkenningu á því ástandi meðal
„lauslætið í reykjavík“ 119
58 Bríet kvartaði ítrekað undan neikvæðum viðbrögðum kvenna við stefnubreyt-
ingu Kvennablaðsins í bréfum til Laufeyjar dóttur sinnar. Sjá Bríet Héðinsdóttir,
Strá í hreiðrið.
59 Guðrún Halldórsdóttir, „Óvenjulegt lífshlaup“, Á lífsins leið. 7. bindi. Umsjón
karl Helgason (Reykjavík: Stoð og Styrkur 2004), bls. 32. Hún var samtíða
Jónasi frá Hriflu í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og gekk líkt og hann í
Lýðháskólann í Askov í Danmörku.
60 Sigurbjörn Á. Gíslason, „Ingibjörg Ólafsson sjötug“, Morgunblaðið 16. nóvember
1956, bls. 15. Sjá einnig Sigríður Dúna kristmundsdóttir, Ólafía, bls. 363.
61 Ingibjörg Ólafsson, Nokkur orð um siðferðisástandið, bls. 24–25. Hvíta þrælasal-
an var það sem í dag væri kallað mansal. Sjá Anna Clark, „Female Sexuality“,
bls. 71. Um Magdalenustarfið, sjá karin Lützen, Byen tæmmes, bls. 343–355.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage119