Saga - 2011, Page 120
landsmanna.62 Sú upplifun varð kveikjan að pistlinum sem hún
skrifaði um siðferðisástand Íslendinga, þá 26 ára að aldri.
Áherslur Ingibjargar í Nokkur orð um siðferðisástandið á Íslandi
endurspegla kristilega trúboðs- og siðbótarköllun hennar og beind-
ist gagnrýni hennar jafnt að því sem hún taldi ókristilega hegðun
íslenskrar presta- og embættismannastéttar í tímans rás og siðspilltu
líferni ungdómsins við upphaf 20. aldar. Hún leit svo á að það væri
hlutverk presta og embættismanna að sýna alþýðu gott fordæmi,
því „eftir höfðinu dansa limirnir“63 og á Íslandi hefði það sjaldnast
verið raunin. Þegar komið hafi verið fram á 20. öld hafi aldalöng
siðspillingaráhrif klerka- og embættismannastéttar valdið því að
lauslæti hafi verið „orðið svo algengt og svo rótgróið, að það þótti
lítil eða engin minkun.“64 Drykkjuskapur, ofbeldi, skortur á trú-
rækni og almenn léttúð eru meðal umkvörtunarefna hennar en verst
þótti henni lauslætið og „spratt margt ilt af því.“65 Siðspillt líferni
ungmenna í Reykjavík taldi hún jafnframt bera vott um skort á
kristilegum bróðurkærleik; „heldra fólk“ siðmenntaðra þjóða ætti
að helga sig líknandi siðbótarstarfi og sýna gott fordæmi í lífi og
starfi í stað þess að halda hlífiskildi yfir siðspillingunni líkt og
tíðkaðist meðal betri borgara á Íslandi.66 Hún taldi því ábyrgðina á
bágbornu siðferðisástandi Íslendinga hvíla á herðum „heldra fólks“
sem hefði vanrækt þá skyldu sína að innræta alþýðunni góð sann-
kristin gildi, enda lifði hún upp til hópa í synd og siðspillingu.
Ritlingur Ingibjargar var ekki fyrsti áfellisdómurinn yfir sið -
ferðis ástandi Íslendinga við upphaf 20. aldar. Þéttbýlismyndun og
bæjarmenning um þær mundir vakti ugg meðal fjölmargra siðapost-
ula landsins og í flestum blöðum mátti lesa aðsenda pistla þar sem
unga fólkinu sem fluttist á mölina var lesinn pistillinn fyrir að spilla
siðferðisþreki þjóðarinnar og hreinlega ógna tilvist hennar.67 Þetta
átti ekki síst við um ungar stúlkur. Sumum þótti siðspilling „Reykja -
víkurdrósanna“ orðin þvílík að minnti á „lauslætisins Sódóma og
Gómorrah“ í kaupmannahöfn og álitu þeir sem þannig töluðu rétt-
ast að þessum daðurdrósum væri stungið inn á opinbert pútnahús
vilhelm vilhelmsson120
62 Ingibjörg Ólafsson, Nokkur orð um siðferðisástandið, bls. 24–25.
63 Sama heimild, bls. 3.
64 Sama heimild, bls. 17–18.
65 Sama heimild, bls. 4.
66 Sama heimild, bls. 39–44. Hún álasar ítrekað „heldra fólki“ fyrir að sýna hvorki
fordæmi né vinna markvisst gegn spillingunni.
67 Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, „kynjasögur á 19. og 20. öld“, bls. 145–147.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage120