Saga - 2011, Side 121
„því þar er þeirra rétta heimkynni.“68 Umræðan dró dám af þjóð -
ernissinnaðri orðræðu þess tíma þar sem reynt var að halda á lofti
ímynd íslenskra kvenna sem siðprúðum eiginkonum og mæðrum
andspænis erlendri siðspillingu og úrkynjun. Á sama tíma ógnaði
krafa kvenréttindasinna um aukna þátttöku í opinberu lífi þessari
ímynd, þjóðræknum siðapostulum til mikils ama.69
einn þeirra sem fjölluðu um siðprýði íslenskra kvenna á þessum
þjóðernissinnuðu forsendum var Guðmundur Friðjónsson á Sandi. Í
grein sem birtist í Ísafold snemma árs 1907 — og Ingibjörg vísaði í
með velþóknun í áðurnefndum ritlingi sínum fimm áður síðar70 —
lýsir Guðmundur áhyggjum sínum af framtíð þjóðarinnar þar sem
landsins bestu menn, skáldin og þjóðhetjurnar, fjölgi sér lítt eða ekk-
ert. Mestar áhyggjur hafði hann þó af því útlendingasmjaðri „sem
nú er runnið í allar æðar og hjartarætur meginþorra landslýðsins“.
ekki sé nóg með að íslenskir embættismenn smjaðri fyrir útlendum
þjóðhöfðingjum heldur láti íslenskt kvenfólk — sem áður hélt heiðri
sínum gagnvart svívirðilegri áleitni erlendra gesta — „útlendinginn
fleka sig, þegar því er að skifta, og þarf til þess meðal-durg og ann-
an verri lýð, en alls ekki betri menn“ og þær eru „of margar —
sárgrætilega og svívirðilega margar“ konurnar sem það stunda, og
lætur hann í veðri vaka að orsakirnar sé að finna í bæjarlífinu við
sjávarsíðuna, ekki síst í Reykjavík.71
„lauslætið í reykjavík“ 121
68 „Lauslætið í Reykjavík,“ Elding 10. febrúar 1901. Þessi grein vakti furðulitla
athygli. Leit á vefnum timarit.is leiddi í ljós einungis eina svargrein; birtist
hún í Fjallkonunni fjórum dögum síðar (14. febrúar 1901) og gerir hálfpartinn
grín að þessari „froðufellandi vandlætingarsemi.“ Undir svargreinina í
Fjallkonunni skrifar „Þorkell“ en væntanlega er það dulnefni og því forvitni-
leg spurning hver hélt á penna, ekki síst vegna þess frjálslynda viðhorfs til
samskipta kynjanna sem þar ræður för, en þar segir m.a. að það væri til lítils
„að ætla að banna manni að líta við stúlku, eða stúlku við manni“ enda sé „ekki
gott“ að vera einsamall. valdimar Ásmundsson, eiginmaður Bríetar Bjarn -
héðinsdóttur, var ritstjóri Fjallkonunnar og kvenfrelsissinni og því ekki ólík-
legt að annaðhvort hann eða Bríet hafi skrifað umrædda grein. Sjá Þorkell,
„Lauslætið í Reykjavík“, Fjallkonan 14. febrúar 1901. Leturbreyting er mín.
69 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á
Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 175–183.
70 Ingibjörg Ólafsson, Nokkur orð um siðferðisástandið, bls. 18.
71 Guðmundur Friðjónsson, „Áhyggjuefni“, Ísafold 16. febrúar 1907, bls. 34.
Guðmundur bætir um betur þegar hann svarar mótbárum við eigin grein í
maí sama ár. Þar segir hann m.a. að „allmargt þeirra kvenna, sem er á þeim
hinum lausa kili ferða-, slangurs- og veiðivera-atvinnu væri af þeim hluta
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage121