Saga - 2011, Qupperneq 123
Almennt voru tilsvörin við skrifum Guðmundar á þann veg að
sannleiksgildi staðhæfinga hans var dregið í efa — íslenskar stúlk-
ur væru hreint ekki svona léttúðugar — og hann sakaður um að
dreifa óhróðri um land og þjóð. Það þótti líklega mesta hneisan af
öllu að gefa í skyn að íslenskar stúlkur legðust í hrönnum undir
útlendinga og svikju þar með kynstofn sinn, land og þjóð.77 Þá má
lesa úr greinum þessum vísi að þeim viðhorfum til kynverundar
kvenna sem ríktu á upphafsárum 20. aldar á Íslandi. N.N. lýsir því til
dæmis yfir að karlmenn skapi miklu frekar en konur „siðvendnis-
stig og siðferðisorð“ hverrar þjóðar; ef karlmaðurinn setji siðferðis-
markið hátt og fylgi því muni konan gera það líka, það sé „marg-
reynt.“ Ónafngreindur höfundur, líklega Bríet Bjarnhéðinsdóttir,
bætir því við í Kvennablaðinu að veiti karlmenn konum sjálfsögð rétt-
indi, virði konur og veiti þeim „eðlilegt verksvið“ muni þær virða
sæmd sína og þjóðarinnar.78 konur voru m.ö.o. álitnar kynferðislega
óvirkar og einvörðungu sekar um að fylgja slæmu fordæmi karla.
Þetta sjónarmið endurspeglar að miklu leyti þær hugmyndir um
kynverund kvenna sem voru ríkjandi víðast hvar á vesturlöndum á
19. öld og fram á þá tuttugustu, þar sem kynferðislega virkar konur
voru álitnar varhugaverðar, hættulegar og jafnvel sjúkar af „hyster-
íu“ en hin „góða“ kona álitin skírlíf og „hrein.“
Röksemdir Ingibjargar voru ekki alveg lausar við þjóðernis-
hyggju. Þannig var fín frú „af útlendum ættum“ sökuð um áfengis-
drykkju íslenskra stúlkna og vændi þeirra í kaupmannahöfn,
íklæddra íslenskum þjóðbúningi, sagt bera vott um „grátlegt til-
finningaleysi fyrir heiðri hinnar íslenzku þjóðar“. Þó var kjarninn í
boðskap hennar annar en sá sem birtist í skrifum Guðmundar fimm
„lauslætið í reykjavík“ 123
77 Í þjóðernissinnuðu hitakófi sjálfstæðisbaráttunnar var Fjallkonan sameining-
artákn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu táknrænu hlutverki, m.a. sem hrein
og óspjölluð mey sem biði þess að verða „hamin og tamin, yrkjuð og grædd“ af
Íslands sonum, og hugsanlega má því færa rök fyrir því að sú krafa hafi verið
gerð til íslenskra stúlkna að vera lifandi dæmi þeirrar táknmyndar. Þessi
ímyndaða veröld stóð ávallt á brauðfótum og hrundi til grunna með „ástand-
inu“. Sjá Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „Af fegurðardísum, ástandskonum og
fjallkonum“, bls. 495–499.
78 N.N., „Opið bréf“, Reykjavík 23. febrúar 1907, bls. 42 og „Hann Guðm. Friðjóns -
son í dómarasætinu“, Kvennablaðið 13. árg 2. tbl. (1907), bls. 10. N.N. gæti vel
verið Benedikt Jónsson á Auðnum, en hann hafði áður skrifað opið bréf til
Guðmundar Friðjónssonar undir dulnefninu N.N. Sjá Sveinn Skorri Höskulds -
son, Benedikt á Auðnum. Íslenskur endurreisnarmaður (Reykjavík: Mál og menn-
ing 1993), bls. 188–189.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage123