Saga - 2011, Side 124
árum fyrr.79 Siðferðisvitund hennar byggðist fremur á kristilegu
siðgæði og trúboðs- og siðbótarköllun evangelískrar lúterstrúar —
heimatrúboðsins svokallaða sem mótaði hugmyndafræði kFUM og
kFUk — auk borgaralegra hugmynda millistéttarinnar um ábyrgð
„heldra fólks“ gagnvart lægri stéttum.80 Hún dró ekki dul á þá
skoðun sína að það væri „embættismannastéttinni að kenna, að
íslenzka þjóðin stendur á svona lágu menningarstigi“ og biðlaði til
heldra fólks að „gera sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð, sem á
‘heldri’ manna stéttinni hvílir gagnvart almúganum.“81
Í hugmyndaheimi Ingibjargar virðist kynþrá (e. sexual desire)
kvenna ekki vera til. Lauslæti kvenna er „oftast karlmönnum að
kenna“82 og siðspillingin á Íslandi berst ekki síst með karlkyns
Hafnarstúdentum sem eyða tíma sínum á „saurlifnaðarkrám og
drykkjuskálum“ kaupmannahafnar en koma svo heim aftur „meira
og minna úttaugaðir“ og giftast „hreinum og saklausum“ íslensk-
um stúlkum, eignast svo með þeim börn sem erfa „tilhneiginguna
til spillingarinnar frá feðrunum.“83 Hér vottar þó fyrir gagnrýni á
tvöfalt siðgæði því almenningsálitið er sagt þannig „að það þykir
skömm fyrir stúlkur að vera lauslátar, en lítil eða engin skömm fyrir
karlmennina, þótt allir viti, að lauslæti kvennfólksins er oftast karl-
mönnum að kenna“, og hún spyr hvenær kvenréttindamálið „kom-
ist svo langt á leið, að karlmennirnir fái sama álit fyrir sama verknað
og kvenþjóðin.“84 Hugmyndir hennar um lausn vandans fólu þó í
sér sama tvöfalda siðgæðið því hún lagði til að sett yrðu á lög sem
gerðu læknum eða lögreglu skylt að auglýsa „nöfn þeirra stúlkna,
sem lifa ósiðlega, og veikar eru af kynferðissjúkdómum“, lauslátar
konur geti annars gert samfélaginu mikinn skaða með því að „sýkja
karlmennina og þeir aftur konurnar sínar.“ Jafnframt lagði hún til
að ekki mætti gifta fólk „nema að þau hafi áður sýnt vottorð um, að
þau séu ekki veik af kynferðissjúkdómum.“85 Það voru ekki síst
vilhelm vilhelmsson124
79 Sama heimild, bls. 33.
80 Um heimatrúboðið og hugmyndafræðilegan grundvöll kFUM og kFUk, sjá
Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. ald-
ar. Annar hluti: kFUM og skyld félög“, Saga XIX (1981), bls. 179–186.
81 Ingibjörg Ólafsson, Nokkur orð um siðferðisástandið, bls. 28.
82 Sama heimild, bls. 35, neðanmálsgrein 1.
83 Sama heimild, bls. 34.
84 Sama heimild, bls. 34–35.
85 Sama heimild, bls. 36. Þess má geta að í hjúskaparlöggjöf frá árinu 1921 voru
sett þau skilyrði að ekki mætti gefa fólk saman væri „annað hjónaefna haldið
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage124