Saga - 2011, Side 125
þessar tillögur Ingibjargar sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gagnrýndi í
ritdómi sínum, en þar spyr hún hvað verði af jafnréttinu þegar nöfn
lauslátra kvenna séu auglýst en ekki karla.86
Í röksemdafærslum Bríetar og Ingibjargar má í senn greina
djúpstæða gjá og veruleg líkindi. Þannig deildu þær skoðunum um
hina kynferðislega óvirku konu sem fórnarlamb graðra karla. Fyrr
hefur verið nefnd sú skoðun Ingibjargar að lauslæti kvenna væri
„karlmönnum að kenna“ og Bríet tók undir: „það er á allra vitorði,
að það er einmitt frá karlmönnunum, sem kynsjúkdómarnir hafa
breiðst út.“87 Hugmyndafræðilegur ágreiningur þeirra kemur hins
vegar skýrt fram þegar talið berst að viðhorfum til vandans og
viðbrögðum við honum, en ólíkt forræðishyggju Ingibjargar og
kristilegri siðbót taldi Bríet ekki hægt að sporna gegn siðferðisleg-
um hliðarsporum af þessu tagi. „Auðvitað er það raunalegt að aum-
ingja stúlkur láti ginnast, og afvegaleiðast í ástamálum“ skrifar
Bríet, „en það er gömul saga, og slíkt hefir átt sér stað um allar ald-
ir, og mun því miður, líka verða svo á ókomnum öldum.“ Slíkt sé
„eitt af þeim meinum, sem ekki verða læknuð með hneykslanlegum
ádeiluritum“ heldur þurfi að „gjörbreyta uppeldi karla og kvenna
og lögunum. Gera konur og karla jafna fyrir þeim. Láta ekki kon-
urnar þurfa að standa einar og varnalausar gagnvart karlmönnun-
um, með börnin og svívirðinguna, þegar karlmönnunum þóknast
að fleyja þeim frá sér í sorpið, eftir endaðan ‘leikinn’.“88
Þessi skrif Bríetar byggjast á jafnréttishugsjón og skoðanir hennar
á samskiptum kynjanna voru heldur jarðbundnari og raunsærri en
Ingibjargar. Lausnina taldi hún að finna í menntun og uppeldi fremur
en boðum og bönnum, löggjöfina ætti að nýta til að bæta réttarstöðu
fallinna kvenna frekar en sem refsivönd vegna siðferðisbrota. Skoðanir
hennar á siðferðismálum má því telja hófsamar þar sem hún siglir
milli skers siðferðilegrar hreintrúarstefnu Ingibjargar og róttækrar
báru frjálsra ásta. Þó vekur ein efnisgrein í ritdómi Bríetar eftirtekt og
ber sterkan keim af hugmyndafræði frjálsra ásta. Í bæklingi Ingibjargar
kemur fram sú skoðun hennar að mikill fjöldi óskilgetinna barna og
„lauslætið í reykjavík“ 125
sóttnæmum kynsjúkdómi.“ Sjá Unnur Birna karlsdóttir, Mannkynbætur. Hug -
myndir um bætta kynstofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Sagnfræði rann -
sóknir — Studia Historica 14. Ritstj. Gunnar karlsson (Reykjavík: Sagnfræði -
stofnun Háskóla Íslands 1998) , bls. 63.
86 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Bækur“, Kvennablaðið 18. árg. 4. tbl. (1912), bls. 29.
87 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Bækur“, Kvennablaðið 18. árg. 5. tbl. (1912), bls. 38.
88 Sama heimild, bls. 38.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage125