Saga - 2011, Page 126
há tíðni hjónaskilnaða á Íslandi sé áfellisdómur yfir siðferðisástandi
landsmanna fyrr og síðar. Þessu mótmælti Bríet harðlega. Hún var sjálf
fædd óskilgetin því foreldrar hennar gengu ekki í hjónaband fyrr en
eftir að hún fæddist.89 Andsvör hennar ber þó fyrst og fremst að skoða
sem siðferðilega og hugmyndafræðilega afstöðu hennar:
Dómur höf. um siðferðisástand þjóðanna eftir tölu lausaleiksbarna og
hjónaskilnaða er alveg rangur. Í fyrsta lagi er það vitanlegt, að því meiri
ólifnaður í þessu tilliti, sem á sér stað, þess færri fæðast börnin … Auk
þess hagar svo til hér á landi, að helgi hjónabandsins hefir aldrei verið
eins rík í meðvitund manna, eins og víða annarstaðar, án þess að það
hafi haft nein siðferðislega spillandi áhrif. Það hefir verið og er enn
altítt að karl og kona búa saman sem hjón til dauðadags. Börn þeirra
erfa þá oftast foreldrana, sem skilgetin börn væru. Og í meðvitund
manna eru foreldrarnir ‘hjón’. Þau hafa auðsjáanlega kosið fremur
samningsformið fyrir sambúð sinni en kirkjulega vígslu … Siðferðis -
lega skoðað virðist líka aðalatriðið vera það, að persónur þær, sem ætla
sér þannig að þola ‘súrt og sætt’ saman, búi saman í ást og eindrægni,
og skoði sig bundið hvað öðru fyrir lífstíð … Hitt virðist minna virði, á
hvern hátt þessir samningar eru opinberaðir almenningi, þótt réttar-
farslega sé það aðalatriðið. Og því verður ekki neitað að fyrir konuna og
börnin er það allmikil áhætta, sem konur ættu vandlega að athuga áður
en þær leggja út í þannig lagaða sambúð, þótt hún siðferðislega skoðuð
geti oft verið betri en mörg lögleg hjónabönd.90
Orðfæri Bríetar endurspeglar að nokkru leyti hugmyndir um frjáls-
ar ástir, t.d. að ógift fólk í sambúð hafi „kosið samningsformið“ fyrir
sambúð sína. Margt hér minnir óneitanlega á smásöguna „Dreng -
skaparheits hjónaband“ eftir sænsku kvenfrelsiskonuna elsu ek sem
birtist í 12. árgangi Kvennablaðsins árið 1906. Þar birtist sambærileg
afstaða til samviskuhjónabanda og frjálsra ásta en einnig efi gagn-
vart réttarstöðu kvenna og ekki síst barna innan slíks fyrirkomu-
lags.91 kristín Benediktsdóttir, systir einars Benediktssonar, skrifaði
einnig í Kvennablaðið þann 31. ágúst 1912 um sama efni og segir að
samviskuhjónabönd séu síst verri eða ómerkilegri en önnur en hafi
þann ágalla að réttarstaða konunnar og barnanna sé of bágborin hafi
prestur ekki vígt sambandið.92
vilhelm vilhelmsson126
89 Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 16.
90 Kvennablaðið 18. árg. 5. tbl. (1912), bls. 37. Leturbreytingar eru hennar.
91 elsa ek, „Drengskaparheits hjónaband“, Kvennablaðið 12. árg. 1.–12. tbl. (1906).
92 Sama heimild. — kristín Benediktsdóttir, „Hjónaband og ást“, Kvennablaðið 18.
árg. 8. tbl. (1912), bls. 57–59.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage126