Saga - 2011, Blaðsíða 127
ekki kemur fram á hverju Bríet byggir fullyrðingar sínar um
algengi samningsbundins sambúðarforms en svo mikið er víst að
því var lýst í fjölmiðlum sem eftirtektarverðri nýbreytni þegar
Andrés Fjeldsted augnlæknir og Sigríður Magnúsdóttir Blöndal
skrifuðu undir uppsegjanlegan hjúskaparsamning haustið 1912, þ.e.
eftir að Bríet skrifar fyrrnefnda klausu, og fengu honum þinglýst í
stað hefðbundinnar giftingar.93 Samningurinn var uppsegjanlegur
með nokkurra mánaða fyrirvara og skyldi hann fara fyrir gerðar-
dóm „ef eigi verða hjónin ásátt þar um.“94 engum sögum fer af því
hvaða hugsun lá að baki ákvörðun þeirra Andrésar og Sigríðar, en
hugsanlega kynntist Andrés hugmyndum um frjálsar ástir er hann
dvaldi erlendis við nám á fyrstu árum aldarinnar, en hann var m.a.
í kaupmannahöfn, edinborg, London, vín og víðar.95
Óvenjulegt sambúðarform þeirra Andrésar og Sigríðar vakti
mikið umtal í Reykjavík og barst m.a. í tal í bréfaskiptum mæðgn -
anna Bríetar og Laufeyjar. Af þeim má ráða að fyrrnefndar hug-
myndir Bríetar hafi ef til vill ekki rist mjög djúpt, en henni finnst
ekkert í „Andrésargiftinguna“ varið og telur raunar að hann sé að
misnota sér „ást hennar, giftingarfýsn og grunnhygni.“96 Rök Bríetar
gegn slíkum hjónaböndum eru lýsandi fyrir konu sem varði stórum
hluta ævi sinnar í að berjast fyrir bættri réttarstöðu kvenna. Hún
bendir á að Sigríður verði með öllu réttlaus deyi Andrés án þess að
gera erfðaskrá þar sem hennar er sérstaklega getið. Að sama skapi
yrðu óskilgetin börn þeirra réttlaus. Uppsagnarskilmálana segir hún
svívirðilega því það sé „ósiðlegt að lifa saman“ í hjónabandi eftir að
ástin deyr og því séu skilmálar þeirra brot á „aðalkjarnanum í sam-
viskuhjónabandinu: að hætta sambúðinni þegar ástin deyr.“97
Hugsanlega voru þessi skrif Bríetar um „Andrésargiftinguna“ fyrst
og fremst tal móður til dóttur, hugsuð til að vernda Laufeyju, sem
þá var við nám í kaupmannahöfn. Þá má segja að breikkandi kyn -
slóðabil og áhrif breyttra tíma endurspeglist í viðhorfum þeirra
mæðgna til giftingarinnar og siðferðismála almennt, því ólíkt Bríeti
„lauslætið í reykjavík“ 127
93 Ingólfur 15. október 1912, bls. 167. Þau létu gefa sig saman borgaralega síðar
sama ár. Sjá Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 198.
94 Ingólfur 15. október 1912, bls. 167.
95 Læknar á Íslandi I. Ritstj. Gunnlaugur Haraldsson (Reykjavík: Þjóðsaga 2000).
Sjá einnig Páll eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka
1940 (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1948), bls. 8.
96 Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 198.
97 Sama heimild, bls. 198.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage127