Saga - 2011, Side 128
leyst Laufeyju afar vel á fyrirkomulag Andrésar og Sigríðar og
spaugaði með það í bréfum til móður sinnar að hún myndi fara eins
að.98
Sagt hefur verið um Laufeyju að hún hafi á námsárum sínum í
kaupmannahöfn verið „talsvert upptekin“ af hugmyndum um
frjálsar ástir.99 Hún lifði þar frjálslyndu lífi og lét margar af þeim
siðgæðiskröfum sem gerðar voru til kvenna sem vind um eyru
þjóta, en hún skildi ekki mikið eftir sig á prenti og minnst af því
fjallar um siðferðis- eða ástamál.100 Hún skrifaði þó í Kvennablaðið
svar við bréfi frá sveitastúlku sem átaldi þá siðspillingu reykvískra
stúlkna að reykja, drekka og ganga um bæinn með piltum á kvöld-
in.101 Í svari sínu ver Laufey lifnað Reykjavíkurstúlkna; reykingar,
drykkja og samvera kynjanna sé góð í hófi og ungdómsárin séu svo
stutt að best sé að njóta þeirra.102 Rök hennar bera vott um þau nýju
viðhorf sem fylgdu þéttbýlismyndun og mörkuðu skarpari skil milli
sveitasamfélagsins og bæjarlífsins ekki síður en milli kynslóða.103
Umræðan um siðspillinguna færðist í vöxt næstu árin og áratugina
eftir deilur þeirra Ingibjargar og Bríetar. Þeirri hugmynd var jafnvel
varpað fram á fundi Bandalags kvenna árið 1921 að koma á fót sér-
stakri „siðferðislögreglu, er jafnt sé skipuð konum sem körlum“ til
að stemma stigu við þeim „siðleysisófögnuði“ sem talinn var fara
vaxandi. Jafnframt því hófst útgáfa alþýðlegra fræðslurita um kyn-
líf og getnaðarvarnir og meðal kvenréttindasinna komu upp deilur
um kynlíf og siðferðismál.104
vilhelm vilhelmsson128
98 Sama heimild, bls. 198.
99 Sama heimild, bls. 84.
100 Það er t.d. ekkert sem vísar beint í hugmyndir um frjálsar ástir í safni ritgerða
og ljóða eftir Laufeyju sem tekið var saman að henni látinni. Sjá Laufey
valdimarsdóttir, Úr blöðum Laufeyjar Valdimarsdóttur. Útg. Ólöf Nordal
(Reykja vík: Menningar- og minningarsjóður kvenna 1949).
101 „Athugasemd“, Kvennablaðið 18. árg. 1. tbl. (1912), bls. 3–4.
102 „Svar til Hríslu“, Kvennablaðið 18. árg. 4. tbl. (1912), bls. 26–27. Í bréfi til móður
sinnar tekur hún enn sterkar til orða og segir að „við ættum að þakka
blessuðu kókettu reykvísku stúlkunum af öllu hjarta því þær eru helstu fána-
berar lífsgleðinnar heima þar sem gleðina vantar svo tilfinnanlega.“ Bríet
Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið, bls. 197.
103 Þau skil urðu ennþá skarpari er leið á öldina. Sbr. eggert Þór Bernharðsson,
„Ó, vesalings tískunnar þrælar“, bls. 16–27. Sjá sérstaklega bls. 16–18.
104 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 251. Um kynfræðslurit, sjá
yfirlit í kristín Ástgeirsdóttir, „Fyrst og fremst einkamál kvenna“, bls. 50–66.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage128