Saga - 2011, Page 130
e. Passet hefur hins vegar bent á að í Bandaríkjunum hlutu slíkar
hugmyndir mest brautargengi í dreifbýli og því hljóta fleiri þættir að
ráða för en þéttbýlismynduinn ein og sér.106 kristín Ástgeirsdóttir
sagnfræðingur hefur bent á það hversu mikil áhrif lútersk kristni
hafði á íslenskar kvenfrelsiskonur á upphafsárum kvenréttindabar-
áttunnar á Íslandi og að hugmyndin um „köllun“ kvenna, séreðli
þeirra og siðferðislega yfirburði hafi verið ráðandi meðal margra
íslenskra kvenréttindakvenna.107 Sú orðræða hefur því verið ríkjandi
meðal kvenfrelsiskvenna á Íslandi og róttækar hugmyndir um frjáls-
ar ástir síður átt upp á pallborðið og ekki fengið brautargengi. Þá má
ekki síður velta því fyrir sér hvort tiltölulega lítil umræða um frjáls-
ar ástir áratugina í kringum aldamótin 1900 sé afleiðing þess hversu
lítið bar á fylgi við sósíalískar hugmyndir hér á landi fyrr en líða tók
á 20. öld, en hugmyndir um frjálsar ástir voru gjarnan samfara útóp-
ískum sósíalískum hreyfingum og anarkisma.108
Hugmyndir sem að mörgu leyti voru sambærilegar við frjálsar
ástir voru engu að síður viðraðar af nokkrum kvenfrelsiskonum á
Íslandi, ekki síst Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, en það var meðal annars
slæm réttarstaða kvenna í óvígðri sambúð sem aftraði þeim frá því
að taka upp baráttu fyrir frjálsum ástum. Í umræðum um siðferðis-
ástand Íslendinga á upphafsárum 20. aldar varð hins vegar til vett-
vangur til að ræða þessi mál, tækifæri sem Bríet nýtti sér meðal
annars til að verja „fallnar“ stúlkur, ræða um samfélagsstöðu óskil-
getinna barna, siðferðislega hlið sambúðar karls og konu, tvöfalt
sið gæði og önnur bannhelg málefni, tabú. Þar varð til fyrsti vísir-
inn að þeirri umræðu um frjálsar ástir og siðferði sem átti sér stað
meðal kvenfrelsissinna áratug síðar. Má því ef til vill halda því fram
að Bríet hafi þarna rutt brautina fyrir opnari umræðu um kyn-
ferðismál.
vilhelm vilhelmsson130
106 Joanne e. Passet, Sex Radicals.
107 kristín Ástgeirsdóttir, „Í anda kristilegs kærleika“, bls. 152–153.
108 Um áhrif sósíalisma á Íslandi á þessu tímabili, sjá Ingi Sigurðsson, Erlendir
straumar og íslenzk viðhorf, bls. 234–251. Það má sjálfsagt lengi deila um hvað
það þýði að „lítið beri á fylgi“ við sósíalisma, en ljóst er að útbreiðsla og áhrif
sósíalískra hugmynda voru þónokkuð á eftir hér á landi og þeirra gætti í
minna mæli en á nágrannalöndunum þar til líða tók á 20. öld.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage130