Saga - 2011, Blaðsíða 133
helgi skúli kjartansson
Gamli sáttmáli — hvað næst?
Þegar fréttirnar fóru að berast af Patricia Pires Boulhosa (hér eftir
nefnd Patricía) og doktorsritgerð hennar (Icelanders and the Kings of
Norway, 20051), þá voru þær vissulega spennandi. Sjálfur Gamli sátt-
máli virtist vera einn risastór misskilningur — tilbúningur frá 15. og
16. öld — og tilefni til að hugsa að nýju alla þá Íslandssögu sem
venja hefur verið að hengja á hann.
Þetta voru samt ekki fréttir af mínu sviði beinlínis, ekki nema að
því leyti sem megindrættir þjóðarsögunnar varða alla sögukennara -
stétt landsins. Þess vegna brást ég ekki við þeim sem neinn ábyrgur
sérfræðingur — datt t.d. ekki í hug að lesa doktorsritgerðina sem ég
myndi hvort eð er varla telja mig dómbæran um — heldur aðeins
sem áhugasamur áhorfandi. Ég fór að hlusta þegar Patricía hélt Jóns
Sigurðssonar-fyrirlestur,2 las viðbrögð fræðimanna í blöðum3 og
Saga XLIX:1 (2011), bls. 133–153.
1 Undirtitill: Mediaeval Sagas and Legal Texts. Gefin út af Brill í Leiden, 17. bindi
ritraðarinnar The Northern World. North Europe and the Baltic c. 400–1700. Peoples,
Economics and Cultures. Það er ritrýndur bókaflokkur sem að talsverðu leyti lýtur
að norrænni miðaldasögu (meðal ritstjóra Jón viðar Sigurðsson). Ritgerðin sjálf
(Icelanders and the Early Kings of Norway. The Evidence of Legal and Literary Texts)
var varin í Cambridge 2003 en vakti litla athygli á Íslandi (mun þó hafa verið
nefnd í útvarpsfréttum) fyrr en 2005 þegar útgáfa hennar stóð fyrir dyrum. Þá
birtist m.a. viðtal við Patricíu („Mín köllun er að kynna íslenzkar miðaldir,“
viðtal Freysteinn Jóhannsson) í Lesbók Morgunblaðsins 25. júní (bls. 7), sbr.
baksíðufrétt í Morgunblaðinu sama dag og frétt á menningarsíðu Morgunblaðsins
(bls. 32) 20. júlí, þegar bókin var komin út.
2 „Gamli sáttmáli: Fact or Fabrication?“ Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar
á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands 29. október 2005.
3 „Loftskipti í fræðunum“, ritdómur Gísla Sigurðssonar (um ritið í heild, en
Gamli sáttmáli er þar aðeins eitt af nokkrum athugunarefnum) í Lesbók Morgun -
blaðsins 29. október 2005, bls. 19. — „efasemdir um uppruna Gamla sáttmála,“
Fréttablaðið 13. nóvember 2005, bls. 20–21 (samantekt blaðamanns með stutt-
orðum viðbrögðum fræðimanna: Ármanns Jakobssonar, Guðrúnar Ásu
VIÐHORF
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage133