Saga - 2011, Blaðsíða 134
heyrði þá Helga Þorláksson og Má Jónsson rökræða efnið á Sögu -
þingi vorið eftir.4
Skoðanir voru skiptar, veigamiklar athugasemdir gerðar við hina
nýju kenningu en sumt tóku menn undir. Meðal þeirra jákvæðu var
Már Jónsson og hafði bersýnilega mikið til síns máls þegar hann
kvaðst sjá „tvennt í stöðunni: Mótmæla þarf hugmyndum hennar
[Patricíu] af krafti eða hefjast handa við endurskoðun íslenskrar
sögu á síðari hluta 13. aldar — sem verður sannarlega spennandi
verkefni.“5
Nú var að vísu talsverður kraftur í mótmælunum, ekki síst hjá
Helga Þorlákssyni sem heldur líka áfram að vitna í Gamla sáttmála
nokkurn veginn eins og ekkert hafi í skorist. Í nýlegri grein nefnir
hann að vísu mótbárur Patricíu en vísar til söguþingsgreina þeirra
Más og ályktar: „Íslendingar sömdu þó bréf sem þeir sendu kon-
ungi 1262 og er því trúað hér að þar hafi komið fram öll helstu efnis -
atriði Gamla sáttmála eins og þau birtast í gerðinni frá 16. öld“ —
þ.e. í viðteknum texta sáttmálans. Og Helgi notar fleira úr þeim
texta en „helstu efnisatriði“; þannig leggur hann út af því að „orðið
[friður] kemur þrisvar fyrir í Gamla sáttmála 1262“.6
helgi skúli kjartansson134
Grímsdóttur, Gunnars karlssonar, Helga Þorlákssonar og Más Jónssonar). —
Már Jónsson, „Gamli sáttmáli — er hann ekki til?“ Lesbók Morgunblaðsins 9. sept-
ember 2006, bls. 10. — „Legg ek hönd á helga bók. Leikur einhver vafi á tilurð
Gamla sáttmála?“ (samantekt Gunnars Hrafns Jónssonar og viðtöl við Sigurð
Líndal og Helga Þorláksson) Lesbók Morgunblaðsins 30. september 2006, bls. 10. —
Patricia Pires Boulhosa, „Möguleikar einir hrökkva ekki til“, Lesbók Morgun -
blaðsins 13. janúar 2007, bls. 10. Hins vegar fór víst framhjá mér umsögn
Ármanns Jakobssonar (um fyrirlesturinn og bókina), „Gamli sáttmáli alls ekki
jafn gamall og við héldum?“, birtur í vefritinu Hugsandi 1. nóvember 2005
(http://hugsandi.is/articles/gamli-sattmali-alls-ekki-jafn-gamall-og-vid-held-
um/); sömuleiðis viðtal við Helga Þorláksson á Stöð 2 29. júní 2005, „Gamli sátt-
máli víst gamall“ (http://www.visir.is/article/2005506290301). ekki vissi ég
heldur neitt af viðbrögðum erlendis, t.d. ritdómi Helga Þorlákssonar í Historisk
tidsskrift [Norsk] 1 (2007).
4 erindi þeirra birtust síðar í Þriðja íslenska söguþingið 18.–21. maí 2006. Ráð -
stefnurit. Ritstj. Benedikt eyþórsson og Hrafnkell Lárusson (Reykjavík: Sagn -
fræðingafélag Íslands 2007). Helgi, „er Gamli sáttmáli tómur tilbúningur?“ bls.
392–398. Már, „efasemdir um sáttmála Íslendinga og Noregskonungs árið
1262“, bls. 399–406.
5 Lesbók Morgunblaðsins 9. september 2006.
6 „Þjóðveldið og samtíminn. Um leitina að sögulegum hliðstæðum og hlutverk
sagnfræðinga,“ Ritið 9:2–3 (2009), bls. 7–19, þetta 16–17.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage134