Saga - 2011, Síða 135
Að hinum kostinum, að „hefjast handa við endurskoðun ís -
lenskr ar sögu á síðari hluta 13. aldar“, lagði Már Jónsson mikilvægan
grunn með því að þýða kaflann um Gamla sáttmála úr doktorsrit-
gerð Patricíu og sjá um útgáfu hans hjá Sögufélagi undir heitinu
Gamli sáttmáli. Tilurð og tilgangur.7 Þetta er raunar meira en þýðing.
Már hafði beðið höfund „að laga [kaflann] að íslenskum þörfum til
þýðingar“. Í því fólst nokkur breyting á a.m.k. sumum hlutum text-
ans, sumt til einföldunar,8 en aukið var við nýjum athugunum9 og
beinum andsvörum við athugasemdum sem fram höfðu komið.10
Þá var einhver ónákvæmni lagfærð,11 hefði þó mátt gera það víðar,12
og einhverri nýrri bætt við.13 viðauki með helstu textum sáttmálans
gamli sáttmáli — hvað næst? 135
7 Í ritröðinni Smárit Sögufélags, Reykjavík 2006.
8 Inngangur er t.d. mjög styttur, sömuleiðis sumar neðanmálsgreinar, stundum
reyndar þannig að efnið er fært í meginmál. einnig má sjá smáatriði felld niður
úr meginmáli, en ég hef ekki borið skipulega saman hve mikið er um slíkt.
9 T.d. bls. 36, mikilvæg athugun (með tilvísun í Má Jónsson) um fjölda gamalla
Jónsbókarhandrita með engum sáttmála. Sjá einnig ábendingar Sveinbjarnar
Rafnssonar, bls. 27 nm. og 80 nm.
10 Bls. 36–38 og 76–78. Svörin eru við athugasemdum í Fréttablaðinu 13. nóvem-
ber 2005. Í söguþingsgrein sinni (bls. 396–397) svarar Helgi Þorláksson stutt-
lega til baka.
11 T.d. að túlka dálkatölurnar í Kulturhistorisk leksikon sem blaðsíðutöl.
12 Bagalegt dæmi á bls. 35 þar sem segir að textana, sem Jón Sigurðsson hafði litið
á sem nýja gerð sáttmálans frá 1263, hafi Guðni Jónsson flokkað sem „Giss -
urar sáttmála 1262–1264“. en í töflu 1 á bls. 33 kemur fram — réttilega — að
Guðni hafi talið þá til Gamla sáttmála 1302, sömuleiðis í meginmáli bls. 32.
Rangfærslan er í texta sem er fullur af handritanúmerum og þannig fremur
óaðgengilegur; þess vegna hefur misræmið ekki aðeins farið framhjá höfundi
heldur einnig leiðbeinanda og andmælanda við doktorsprófið, ritrýnum og
forlagsritstjóra hjá Brill og loks þýðanda Sögufélags. (Ég get ekki hrósað mér
af því heldur að hafa hnotið um þetta við fyrsta lestur.)
Þá er það augljós misskilningur sem Patricía hefur eftir Munch (bls. 55 —
þetta er heimild frá 1858) „að fram til ársins 1301 hafi lögmenn verið norskir og
að ekki hafi íslenskir menn gegnt því embætti fyrr en 1302“. Sem eru að vísu
ekki hans orð: „Man erfarer at der sendtes norske Lagmænd indtil Aaret 1301“
(sem fær staðist en var þó sjaldgæft, einn 1279 og tveir 1301) „men at netop fra
1302 af kun udnævntes Islændinger dertil“ (sem stenst varla alveg; undantekn-
ing er skv. annálum Bárður Högnason strax 1303, og síðar einhverjir hálf-norsk-
ir). en hvernig sem ábyrgðin skiptist á þau Munch og Patricíu, þá eru íslenskir
lögmenn fyrir 1301 svo vel þekktir, t.d. Sturla Þórðarson eða Jón sem Jónsbók er
kennd við, að þessi villa hefði helst ekki átt að fylgja með í útgáfu Sögufélags.
13 Ég tók eftir tveimur dæmum, báðum í töflum.
Tafla 1 (bls. 33) er einfölduð frá ensku gerðinni, átta línur dregnar saman í
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage135