Saga - 2011, Side 136
var yfirfarinn og stafréttum texta breytt í samræmdan.14 Þýðingu
Más má í rauninni líta á sem nýja útgáfu og samsvarandi kafla í
ensku ritgerðinni þar með úreltan.
Þegar rannsókn Patricíu á Gamla sáttmála var orðin svona þægi-
lega aðgengileg freistaðist ég til þess, eins og vonandi margir sögu-
kennarar aðrir, að lesa bókina, þó ekki væri nema af forvitni meðan
ég beið eftir úrskurði sérfræðinganna um gildi hennar. Og fór síðan,
þegar bið varð á úrskurðinum, að fletta upp einu og öðru kringum
hana.15 Af því er þessi grein síðbúinn ávöxtur, ekki af því ég treysti
mér til að kveða upp neinn afgerandi dóm um viðfangsefnið, en ég
þykist þó geta lagt viss lóð á metaskálarnar báðar: bætt við nokkr-
um rökum gegn því að niðurstöður Patricíu megi taka gildar eins og
þær standa; en um leið fullyrt að vissa hluti þurfi, í ljósi þeirra, sann-
arlega að endurskoða.
helgi skúli kjartansson136
fimm og sleppt skjalanúmerum; þar laumast inn sú villa í þriðju og fimmtu
línu að vísa í I. bindi af Íslenzku fornbréfasafni sem á að vera IX. og II. Þar með er
það líka af Fornbréfasafninu rangt að eigna Jóni Sigurðssyni (en nafni hans er
bætt inn í dálkyfirskrift) allar fyrirsagnir Fornbréfasafns því að Jón Þorkelsson
gaf út bæði annað og níunda bindið og ber ábyrgð á fyrirsögninni í þriðju línu
eins og skilmerkilega er tekið fram á bls. 31. Hitt er ekki þýðingunni að kenna
að fyrirsagnirnar, sem eiga að vera teknar eftir Fornbréfasafni, eru í ensku
útgáfunni sumar ónákvæmar og jafnvel alls ekki þaðan („Gizurarsáttmáli“).
viðauki 1 (bls. 101) er viðbót við ensku gerðina. Þetta er tafla sem á að
samræma upplýsingar úr töflum 1 og 2 (og er vissulega ekki vanþörf á; fram-
setning í töflunum er bagalega ósamstæð). Þar hafa víxlast yfirskriftir dálka
sem sýna tímasetningu handrita samkvæmt Fornbréfasafni og fornmáls-
orðabókinni ONP. Auk þess eru teknar í töfluna (síðasti dálkur efst) nýnefnd-
ar rangar upplýsingar um flokkun Guðna Jónssonar á vissri textagerð. (Þar
hnaut ég um villuna áður en ég tók eftir henni í meginmálinu.) Þetta skiptir
máli af því að villan stuðlar að því að gera túlkun Guðna, sem er mikilvægari
en fram kemur í bókinni, flókna og ótrúverðuga í augum lesanda.
14 Bls. 102–119. Þar sem Patricía ber hvergi saman rithátt textanna er engu tapað
við breytinguna og almennt er heppilegra að birta forna texta með hæfilega
samræmdri stafsetningu. (eins er gert í þessari ritgerð, tilvitnanir aldrei staf-
réttar.) Textarnir eru 14 talsins, ekki tölusettir (ekki heldur í ensku útgáfunni),
og er það býsna bagalegt þegar í bókinni er vitnað til þeirra með númerum:
„Textar 1–9“ og „Textar 10–12“ í töflu á bls. 89.
15 var þá svo heppinn að hafa aðgang að þeim báðum, Helga Þorlákssyni og Má
Jónssyni, til að bera undir þá hugmyndir mínar (sem sumar geiguðu allgróf-
lega í fyrstu umferð, verð ég að játa) og á ég þeim að þakka hvatningu og
leiðbeiningar. Hefur þó hvorugur lýst neinni blessun yfir greininni í núverandi
mynd.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage136