Saga - 2011, Side 138
niðurstöður nafna síns í einu smáatriði (greindi ekki sundur gerðirn-
ar frá 1263 og 1264), felldi annars nýjan efnivið að kenningu hans
enda önugt að láta verki eins og Fornbréfasafninu snúast mjög hug-
ur milli binda, auk þess hætt við að minning og myndugleiki Jóns
forseta hafi haft sín áhrif út yfir gröf og dauða. Alla texta sem á ein-
hvern hátt tengjast Gamla sáttmála gaf Jón Þorkelsson út í einu lagi
í bók þeirra einars Arnórssonar, Ríkisréttindi Íslands,17 með túlkun á
tengslum þeirra og uppruna í samræmi við skýringarnar í Forn -
bréfasafni. Þarna er sería með átta textum,18 allt einhvers konar skil-
málaskrár eða kröfuskjöl sem beint og óbeint vísa hvert í annað.
Túlkunin á þeim þar er kenning Jóns Sigurðssonar fullþroskuð og ber
að meta hana í þeirri mynd.
Þó höfðu menn allt frá upphafi bent á brotalamir í þeirri kenn-
ingu, einkum því atriði að sáttmálagerðin (eða -gerðirnar) frá 1263
eða 1264 hlyti að vera yngri, væntanlega frá 1302, og skjalið sem þeir
Jónarnir töldu til þess árs þá enn yngra, frá 1306. Þetta hafði konrad
Maurer (sá ævintýralega skarpskyggni heimildarýnir) strax bent á19
og Björn M. Ólsen rökstutt mjög rækilega20 síðar, á sama ári og
helgi skúli kjartansson138
17 Ríkisréttindi Íslands. Skjöl og skrif (Reykjavík: Sigurður kristjánsson 1908).
18 Nr. 1–2 (bls. 1–6; þ.e. Gamli sáttmáli sjálfur) og 4–9 (bls. 10–23; yngri skjöl hon-
um tengd). Patricía vekur athygli á fráviki Jóns Þorkelssonar frá tímasetning-
unum 1263 og 1264 (bls. 31 og 41) og hvernig því er fylgt í Ríkisréttindum
Íslands (bls. 39–40). Auk þess vitnar hún til þeirrar bókar um rök fyrir einstöku
atriði (bls. 46–48) en gerir enga grein fyrir stöðu hennar í rannsóknarsögunni
eða þeim 14. aldar textum sem þar eru taldir sýna áhrif frá Gamla sáttmála. Þó
nefnir hún (bls. 31) það sem að mati Jóns Sigurðssonar hafi verið „textar sam-
komulags frá árunum 1319–1329“ en lýsir ekki tengslum þeirra við Gamla sátt-
mála né tekur á neinn hátt afstöðu til þeirra.
19 Island von seiner ersten Entdeckung bis zum Untergange des Freistaats (München:
C. kaiser 1874). Í lokakafla ritsins ræðir Maurer um túlkun á Gamla sáttmála,
þeim texta sem hann fellst á að sé frá 1262, en gagnrýnir (á bls. 471–473 og
478–479) tímasetningu Jóns forseta á yngri gerðunum, eins og Patricía nefnir,
bls. 32. einnig víkur hann (á bls. 479) að sumum þeirra yngri texta sem taldir
eru sýna áhrif frá Gamla sáttmála. Már Jónsson hefur fjallað nánar um tíma-
setningar Jóns forseta á sáttmálatextunum í smágrein: „Gamli sáttmáli 1862“,
Varði. Reistur Guðvarði Má Gunnlaugssyni …, (Reykjavík: „Mettusjóður“ 2006),
bls. 87–89.
20 „Um upphaf konungsvalds á Íslandi,“ Andvari 1908, bls. 18–88 (einnig sér-
prentað); sjá einkum bls. 66–77 um textana sem þeir Jónar töldu frá 1263 eða
64, og bls. 77–79 um skjalið sem þeir töldu frá 1302. Björn fylgdi eftir með enn
lengri ritgerð í næsta árgangi: „enn um upphaf konungsvalds á Íslandi,“
Andvari 1909, bls. 1–81 (einnig sérprentað), en sú grein, sem er sundurliðað
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage138