Saga - 2011, Síða 140
Patricía notar ekki ritgerð Jóns Jóhannessonar heldur koma
niðurstöður hans aðeins fram þar sem hún lýsir ársetningu Guðna
Jónssonar á ólíkum gerðum sáttmálatextanna.26 Guðni skrifar grein-
ina „Gamli sáttmáli“ í Kulturhistorisk leksikon, rúmlega hálfa blað -
síðu. Þar er því að vonum fátt um rökstuðning en vísað til heimilda,
bæði Maurers, Björns M. Ólsen og Jóns Jóhannessonar. Það sem les-
andi Patricíu fær aldrei að vita er að niðurstöðurnar, sem hún ber
Guðna Jónsson einan fyrir, hafa verið ríkjandi skoðun fræðimanna
kyn slóðum saman, ólíkt kenningu Jóns Sigurðssonar sem sérfræð -
ingar hættu að rökstyðja fyrir hundrað árum.27 Þvert á móti: Hún
lýsir Guðna eins og fræðilegum einfara, hann „leggur … fram enn
aðra flokkun á varðveittum textum“ eftir að hún segir um Björn
Þorsteinsson og Sigurð Líndal að „sama skoðun [komi] fram“ hjá
þeim og Jóni Þorkelssyni.28 Það má vera rétt ef hún meinar einung-
is það sem Jón forni breytti frá Jóni forseta. en enginn þessara síðari
fræðimanna hefur efast um að Maurer, Ólsen og Jón Jóhannesson
hafi rétt fyrir sér þar sem þá greinir á við Jón Þorkelsson; að því leyti
er hinn örstutti pistill Guðna fulltrúi fyrir skoðanir þeirra allra. Þar
sem Guðni heldur fram sömu tímasetningu tiltekinna texta og t.d.
Maurer, þá gerir Patricía hann tortryggilegan með því að segja fyrst
að „Munch og Maurer færðu þá texta til ársins 1302 með gildum
rökum“, en þegar Guðni gerir nákvæmlega það sama, þá „flækist
málið … því textar sem Jón Sigurðsson taldi heyra til ársins 1302 eru
ekki hinir sömu og Guðni Jónsson heimfærir til sama árs.“ Svo kem-
ur tafla þar sem borin er saman textaflokkun Jóns Sigurðssonar og
helgi skúli kjartansson140
réttindi þeirra og stöðu Íslands innan norska og dansk-norska ríkisins 1020–1551.
Handbók við kennslu íslenzkrar miðaldasögu (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta -
félag 1972). Þar eru m.a. birt sömu skjölin og Jón forni hafði gert í Ríkis -
réttindum Íslands, ljósrituð beint úr Fornbréfasafni en ársetningum breytt, þar
sem við á, til samræmis við niðurstöður Jóns Jóhannessonar. Patricía vitnar í
þessa útgáfu á a.m.k. einum stað.
26 Bls. 31–33 (og víðar, en þá með skekkjum, sbr. nmgr. 12 og 13). Hún vísar
allvíða til Jóns Jóhannessonar, en þá ævinlega til fyrra bindisins af Íslendinga
sögu hans, án þess að gefa gaum ritgerðinni í síðara bindi. (Bæði bindin eru í
heimildaskrá en þar er fylgt þeirri aðferð að gefa upp fjölbindaverk í heild.)
Guðni Jónsson vísar til ritgerðar Jóns frá 1956 án þess að taka fram að hún hafi
verið endurbirt í Íslendinga sögu sem hann vísar þó einnig til.
27 Það er því býsna hæpin fullyrðing að það sé „no consensus among scholars
about the dates of Gamli sáttmáli“ (Icelanders and the Kings of Norway, bls. 88)
enda ekki endurtekið í íslensku gerðinni.
28 Bls. 31.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage140