Saga - 2011, Blaðsíða 141
Guðna og segir þar í Guðna dálki „ekki getið“ þegar Jón segir
„Gamli sáttmáli 1302“.29 Þessi þögn Guðna er auðvitað tortryggileg
(þannig orkaði hún a.m.k. á mig við fyrsta lestur) og bendir til að
hann hafi ekki hugsað málin til enda. en í rauninni fylgir hann bara
Maurer og Jóni Jóhannessyni sem höfðu tímasett þetta skjal 1306;
þar með var það ekki Gamli sáttmáli og átti ekkert erindi inn í hina
örstuttu grein Guðna.
Þessi misskilningur á samhengi eldri rannsókna skekkir tilfinn-
anlega rannsókn Patricíu sjálfrar. Lítum til dæmis á umræðu hennar
um orðalagið „af þeirra ætt sem að fornu hafa goðorðin upp gefið“.30
Þar fara 25 línur í umræðu um hvort það orðalag geti staðist í skjali
frá 1263 eða 64, vitnað í Munch og Maurer sem fannst það ómögu-
legt, Jón Þorkelsson og Jón Sigurðsson sem reyndu, með langsóttum
rökum, að gera það mögulegt, og að lokum ályktað að það hafi
verið ómögulegt. við þetta bætir Patricía, eins og eftirþanka, fjórum
línum um þann möguleika að orðalagið geti staðist í skjali frá 1302.
Hér er ekki vitnað í neinar skoðanir (þó að Munch, Maurer, Björn M.
Ólsen, Jón Jóhannesson og Guðni Jónsson hafi allir gert ráð fyrir ein-
mitt þessu) heldur bara fullyrt að það sé „ólíklegt“ því að orðalagið
„átti jafn illa við þá og fjórum áratugum fyrr“. Nú er auðvitað
fjarstæða að það hafi átt jafn illa við hvort sem einhverjir áratugir
voru um liðnir eða engir. en vissulega illa ef miðað er við hvernig
við notum „að fornu“ í nútímamáli. Hér vill bara svo til að nútíma-
málið er ekki óbreytt frá miðöldum og auðvelt fyrir Helga
Þorláksson að benda á hliðstæður sem gera orðalagið „að fornu“
skikkanlega eðlilegt í þessu samhengi 1302.31
gamli sáttmáli — hvað næst? 141
29 Tafla 1, bls. 33. Reyndar er það Jón Þorkelsson sem gefur út skjalið sem þeir
nafnar telja frá 1302 og undir allt öðru heiti en „Gamli sáttmáli“.
30 Tilv. bls. 54 (auðkennt hér), umræða bls. 54–56.
31 Helgi Þorláksson, „er Gamli sáttmáli tómur tilbúningur?“, bls. 394. Helgi er
með dæmi úr réttarbót frá 1329 um það hvernig íslensk vaðmál hafi verið gerð
„að fornu“ og telur átt við fáa áratugi. eins má finna „að fornu um daga föður
vors“ í orðabók Fritzners. Nánasta hliðstæðan við Gamla sáttmála er þó í
Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (hér tekið eftir Sturlunga sögu, útg. Jón
Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján eldjárn, Reykjavík 1946, I.
bindi, bls. 440). Þar segir að árið 1238 „lagði kolbeinn ungi undir sig allan
Norðlendingafjórðung og tók heimildir á öllum goðorðum af þeim mönnum
er átt höfðu að fornu. var það þá kallað ójafnaður og rangindi er Sighvatur
hafði haft ríki og goðorð af mönnum norður þar.“ en ferill Sighvats á
Norðurlandi hófst ekki fyrr en 1215. ef ekki er aðeins horft á orðasambandið
„að fornu“ heldur lýsingarorðið „forn“, þá eru auðfundin dæmi um aldur sem
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage141