Saga - 2011, Qupperneq 144
leg til fá Helga Þorláksson til að afneita afdráttarlaust þeirri klass-
ísku kenningu að óttinn við siglingateppu hafi átt meginþátt í að
beygja Íslendinga undir Gamla sáttmála á sínum tíma. Þess í stað
setur hann fram býsna snjalla tilgátu: „Hugmynd mín er sú að sex
skip … hafi verið hámarkstala. Íslendingar … vildu reglulega flutn-
inga en ekki mörg skip.“35 Hins vegar hafi konungur þurft á sigl-
ingum að halda til að flytja skattinn (og, getur maður bætt við, til að
koma til landsins fyrirmælum og sendimönnum36) og hann hafi því
viljað semja um reglubundnar árlegar siglingar. Hvort sem þetta
dugir nú til að bjarga tímasetningu sáttmálans eða ekki, þá er fróð -
legt að sjá málið rætt frá þessari hlið.
Ég hef nú ekki fengið neinn innblástur viðlíka merkilegan og
hugmynd nafna míns um skipin sex. Get þó ekki stillt mig um að
koma á framfæri miklu smávægilegri hugmynd sem kviknaði ekki
einu sinni af bók Patricíu heldur erindi Más á söguþinginu. Sú snýst
um ákvæði í sáttmálanum sem talinn er frá 1262 og fjallar um skatt-
inn, að hann „skulu saman færa hreppstjórar og til skips og fá í
hendur konungs umboðsmanni“.37 Þarna telur Már sig sjá enn eina
tímaskekkjuna. Rök hans lúta einkum að hreppstjórunum og skal ég
ekki leggja dóm á þau því að mín litla hugljómun varðar aðeins
„konungs umboðsmann“. Fljótt á litið mætti ætla að þar væri átt við
æðstu trúnaðarmenn konungs á Íslandi, þá sem hann setti yfir heilu
landshlutana38 (síðar nefndir hirðstjórar), og væri býsna sérkenni-
legt ef hreppstjórar gætu gengið að þeim vísum hvar sem kaupskip
eru lestuð. en gæti líka átt við hverja þá aðra sem eitthvað höfðu að
sýsla í umboði konungs, og vill reyndar svo til að dæmi er þekkt um
helgi skúli kjartansson144
35 Helgi Þorláksson, „er Gamli sáttmáli tómur tilbúningur?“, bls. 397. Þetta styðst
vissulega við eldri hugmyndir og rannsóknir, sbr. doktorsritgerð Helga,
Vaðmál og verðlag. Vaðmál í utanlandsviðskiptum og búskap Íslendinga á 13. og 14.
öld (Reykjavík: Sögufélag 1992), bls. 4–6 og 406–409. en sem túlkun á ákvæðinu
um sex skip veit ég ekki betur en það sé nýmæli, bæði frumlegt og býsna sann-
færandi.
36 Það samhengi nefndi Helgi Þorláksson fyrir löngu í greininni „kaupmenn í
þjónustu konungs“, Mímir 1968 nr. 2, bls. 5–12.
37 Þetta virðist beinlínis hafa farið framhjá Patricíu (vantar t.d. í töflu 4, bls. 90,
þar sem efnisatriði sáttmálagerðanna tveggja eru borin saman) en Már helgar
því helminginn af grein sinni í ráðstefnuriti söguþingsins, „efasemdir um sátt-
mála …“, bls. 402–405.
38 Það var 1262 „enginn annar en jarlinn“, samkvæmt athugun Björns M. Ólsen
(sem Már vitnar í); gæti líka átt við menn eins og Hrafn Oddsson, sem þá réð
Borgarfirði í umboði konungs.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage144