Saga


Saga - 2011, Page 145

Saga - 2011, Page 145
slíka persónu, meira að segja mynd af henni. Myndin er páruð á spássíu í Jónsbókarhandriti frá því um 1330–40. Tveir menn stika vaðmál, annar spyr: „ert þú konungs umboðsmaður?“ og stendur ekki á svari: „Jájá.“39 Svona talar maður nú ekki við hirðstjórann yfir Íslandi (sem líklega var aðeins einn þegar handritið er skrifað). Ég held að maðurinn með jájá-ið sé yfirmaður á norsku kaupskipi og hafi ekki umboð konungs yfir öðru en þeim fjórðungi farmrýmis sem konungi var áskilinn. Þar með er það hans hlutverk að taka til flutnings tekjur konungs, skatt eða hvað annað. Og hafi Íslendingar virkilega (sem ég skal ekkert fullyrða um) sett klausuna um hrepp- stjórana og umboðsmanninn í Gamla sáttmála 1262, þá meina þeir svoleiðis umboðsmann. Þess vegna á að flytja skattinn „til skips“. Svona þarf að rýna í hinar meintu tímaskekkjur hverja fyrir sig. Sumar kunna að reynast tilhæfulitlar, eins og þær tvær sem hér var fyrst rætt um. Öðrum má e.t.v. einnig vísa á bug, en þá eftir nýja rannsókn eða með nýjum rökum sem í sjálfu sér eru nokkurs virði. Og gætum þess vel að tímaskekkjurnar eru óháðar röksemdir að miklu leyti; þótt sumar falli geta aðrar haldið gildi sínu, og það þurfa ekki margar að standast til þess að eitthvað sé bogið við hefðbundna tímasetningu sáttmálanna. Hér er því vissulega frekari rannsóknar þörf. Hún er verkefni sérfræðinga í síðmiðöldum og skal ég ekki hætta mér lengra út í þá sálma. Réttarbætur og skilmálaskrár Patricía gerir mikið úr þeirri athugun að Gamli sáttmáli sé alls ekki til í handritum frá 13. né 14. öld en margar uppskriftir til frá 15. öld (aðeins af gerðinni sem talin er frá 1302) og 16. öld (þá af báðum gerðunum). Á móti hafa menn bent á ýmsa texta sem nú eru aðeins þekktir af handritum skráðum mörgum öldum á eftir frumritinu. við þá umræðu má bæta því almenna atriði að stór handrit hafa varðveist betur en lítil og bækur, allra helst vænir doðrantar, betur en kver eða stök blöð. elstu handrit fornsagna, þau sem til eru í heild eða brotum, eru einkum af lengstu sögunum eða þá sagna- söfnum. Raunar má fara varlega í að bera saman handritageymd sagna og skjala, en skjöl hafa líka helst varðveist ef einhver sá gamli sáttmáli — hvað næst? 145 39 Anna Zanchi, „Manuscript Illumination. A Reliable Source for Medieval Scandinavian Dress?“ Varði. Reistur Guðvarði Má Gunnlaugssyni …, bls. 11–13, þetta bls. 12. 1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.