Saga - 2011, Page 145
slíka persónu, meira að segja mynd af henni. Myndin er páruð á
spássíu í Jónsbókarhandriti frá því um 1330–40. Tveir menn stika
vaðmál, annar spyr: „ert þú konungs umboðsmaður?“ og stendur
ekki á svari: „Jájá.“39 Svona talar maður nú ekki við hirðstjórann yfir
Íslandi (sem líklega var aðeins einn þegar handritið er skrifað). Ég
held að maðurinn með jájá-ið sé yfirmaður á norsku kaupskipi og
hafi ekki umboð konungs yfir öðru en þeim fjórðungi farmrýmis
sem konungi var áskilinn. Þar með er það hans hlutverk að taka til
flutnings tekjur konungs, skatt eða hvað annað. Og hafi Íslendingar
virkilega (sem ég skal ekkert fullyrða um) sett klausuna um hrepp-
stjórana og umboðsmanninn í Gamla sáttmála 1262, þá meina þeir
svoleiðis umboðsmann. Þess vegna á að flytja skattinn „til skips“.
Svona þarf að rýna í hinar meintu tímaskekkjur hverja fyrir sig.
Sumar kunna að reynast tilhæfulitlar, eins og þær tvær sem hér var
fyrst rætt um. Öðrum má e.t.v. einnig vísa á bug, en þá eftir nýja
rannsókn eða með nýjum rökum sem í sjálfu sér eru nokkurs virði.
Og gætum þess vel að tímaskekkjurnar eru óháðar röksemdir að
miklu leyti; þótt sumar falli geta aðrar haldið gildi sínu, og það
þurfa ekki margar að standast til þess að eitthvað sé bogið við
hefðbundna tímasetningu sáttmálanna. Hér er því vissulega frekari
rannsóknar þörf. Hún er verkefni sérfræðinga í síðmiðöldum og
skal ég ekki hætta mér lengra út í þá sálma.
Réttarbætur og skilmálaskrár
Patricía gerir mikið úr þeirri athugun að Gamli sáttmáli sé alls ekki
til í handritum frá 13. né 14. öld en margar uppskriftir til frá 15. öld
(aðeins af gerðinni sem talin er frá 1302) og 16. öld (þá af báðum
gerðunum). Á móti hafa menn bent á ýmsa texta sem nú eru aðeins
þekktir af handritum skráðum mörgum öldum á eftir frumritinu.
við þá umræðu má bæta því almenna atriði að stór handrit hafa
varðveist betur en lítil og bækur, allra helst vænir doðrantar, betur
en kver eða stök blöð. elstu handrit fornsagna, þau sem til eru í
heild eða brotum, eru einkum af lengstu sögunum eða þá sagna-
söfnum. Raunar má fara varlega í að bera saman handritageymd
sagna og skjala, en skjöl hafa líka helst varðveist ef einhver sá
gamli sáttmáli — hvað næst? 145
39 Anna Zanchi, „Manuscript Illumination. A Reliable Source for Medieval
Scandinavian Dress?“ Varði. Reistur Guðvarði Má Gunnlaugssyni …, bls. 11–13,
þetta bls. 12.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage145