Saga - 2011, Page 146
ástæðu til að afrita þau í sæmilega þykka bók. Af kirknamáldögum,
sem hafa þó öldum saman verið til í hundraðatali og vandlega
geymdir, eru nú sárafáir varðveittir í frumriti eða stökum afritum en
fjöldinn allur þekktur af máldagabókum biskupanna eða afskriftum
af þeim. ef litið er á íslensk skjöl sem talin eru frá áratugunum
kringum 1300, þá er minna en þriðjungur þeirra til í handritum frá
því um eða fyrir 1400, annað eins í handritum frá 15. og 16. öld og
afgangurinn aðeins í handritum frá því um 1600 eða síðar.40 Í elsta
hlutanum eru aðallega skjöl sem varðveitast vegna þess að þau voru
afrituð í lögbókarhandrit, þ.e. handrit sem geyma annaðhvort
Jónsbók eða kristinrétt Árna biskups, oft hvort tveggja, og auk þess
fylgiefni. Jónsbók fylgja í flestum handritum réttarbætur konunga,
þ.e. lagabreytingar og viðbótarlög sem konungar gáfu út fyrir Ísland
(ef ekki er búið að fella þær inn í megintextann), oft líka lagafor-
málar eða þess háttar lögfræðilegt minnisefni. kristinrétti fylgja
aðrar réttarheimildir kirkjuréttarins, mest tilskipanir biskupa og
erkibiskupa. ef það er á annað borð merkilegt að Gamli sáttmáli er
hvergi til í 14. aldar handritum, þá eru það þessi handrit sem er
skrýtið að finna hann ekki í, eins og Patricía bendir líka á.41
Auk þess talar Patricía um það sem „staðreynd að heilmikið er
til af lagalegum textum frá 13. öld“, nánar til tekið að „á síðari hluta
13. aldar voru skrifuð fjölmörg handrit sem geymdu ný sem gömul
lög“.42 Þetta er að vísu gróflega ofsagt43 (auk þess sem það breytir
helgi skúli kjartansson146
40 Þetta er gróf athugun, farið yfir bls. 50–53 í lykilbindi fornmálsorðabókarinnar
ONP. Ordbog over det norrøne prosasprog. Registre (kaupmannahöfn: Arna -
magnæanske kommission 1989) þar sem sést eftir hvaða handritum Jón
Þorkelsson hefur gefið út skjöl sem hann telur frá árunum 1269–1320, alls 141
færsla (sum handrit margtalin). Þær skiptast þannig að 41 er tímasett um og
fyrir 1400, 42 á 15. og 16. öld, en 58 (talsvert af því úr máldagabók Skálholts -
biskupa) um og eftir 1600.
41 Bls. 36 (viðbót við enska textann), bendir á fjölda Jónsbókarhandrita frá 14. öld,
nefnir þó aðeins tvö dæmi um handrit með réttarbótum og öðru viðbótarefni,
en það mun vera undantekning að lögbókin sé afrituð án þess að neitt slíkt
fylgi.
42 Bls. 13. Þarna er þó bætt um frá ensku gerðinni, sagt „síðari hluta 13. aldar“ í
stað fjarstæðunnar „the period which preceeded the Icelandic submission“,
þ.e. fyrir 1262. Hvað raunverulega er átt við kemur líklega best fram á bls. 38
(ekki í ensku gerðinni): „… hefur mikið af lagalegum textum frá næstu ára-
tugum eftir atburðina 1262–1264 ratað inn í 13. og 14. aldar handrit“ — sem er
laukrétt, þó þannig að handritin eru fæst frá 13. öld.
43 A.m.k. ef miðað er við varðveitt handrit, en þau ein skipta máli til saman-
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage146