Saga - 2011, Page 148
um.45 ekkert þeirra rataði inn í lögbókarhandrit á 14. öld eða um
1400 — og þá er ekki von að Gamli sáttmáli hafi gert það heldur,
hvorki sú gerðin sem ætti að vera frá 1262 né hin sem væntanlega er
skilmálaskrá tengd konungshyllingu 1302.
Það sem hins vegar er virkilega skrýtið, þegar Patricía er búin að
benda á það, er hvernig þessi seinni gerð Gamla sáttmála kemst í
tísku sem lögbókarefni á 15. öld. Hún bendir á ekki færri en níu
uppskriftir frá því um 1450 til um 1500,46 allar í lögbókarhandritum
(sumum bætt inn í eldri handrit), oftast í tengslum við réttarbætur.
Önnur hyllingarskjöl eða skilmálaskrár finnast í einu af þessum
sömu handritum og fáeinum af sama tagi, en ekkert þeirra í líkt því
jafnmörgum uppskriftum, hvorki á þessu tímabili né öldinni á eftir.
Það er því þessi tiltekni texti sem íslenskum lögfræðingum hefur
skyndilega þótt sérstök ástæða til að færa inn í lögbækur sínar.
Patricía bendir á ýmsar aðstæður á 15. öld sem gátu gefið ákvæðum
þessa texta sérstakt mikilvægi, enda telur hún að hann sé beinlínis
tilbúningur frá þeim tíma. en hafi hann verið til allan tímann, þá
myndu þessar sömu aðstæður skýra af hverju allt í einu þótti ástæða
til að gera meira úr gildi hans en áður. Svo mikið er víst að eitthvað
hafði breyst og þarf með einhverjum hætti að skýra.
Hinn upprunalegi Gamli sáttmáli, sem á að vera frá 1262, er til í
miklu færri uppskriftum og engri eldri en frá um 1550. Borið sam-
an við aðrar skilmálaskrár eða kröfuskjöl er sú varðveisla ekkert
afbrigðileg. Aldur handritanna veitir vissulega svigrúm fyrir þann
möguleika — ef tímaskekkjur og önnur rök benda í þá átt — að
helgi skúli kjartansson148
45 Hin elstu af slíkum skjölum eru gefin út í Íslenzku fornbréfasafni, II. bindi, nr. 57,
177, 189 og 344 (burtséð frá þeim sem þar eru birt eftir endursögn Árna sögu
biskups). ef litið er á elsta handrit hvers af þessum fjórum skjölum, þá er eitt
ritað seint á 15. öld, annað um 1500, það þriðja seint á 16. öld og hið síðasta
ekki fyrr en á 17. öld. Tvö eru í Jónsbókarhandritum og hið þriðja í safni rétt-
arbóta í sérstöku handriti.
46 Níu efstu í töflunum á bls. 34 og 101, nefndar „Textar 1–9“ í töflu bls. 89 (þar
sem sést að ellefu bættust við á 16. öld), birtar í heild á bls. 102–112. ekki tald-
ir með næstu þrír textar sem hafa verið taldir af öðru skjali, væntanlega frá
1306. Um tímasetningu uppskrifta fylgir Patricía skráabindi ONP, nema þeirr-
ar níundu sem er rituð á auða síðu aftast í gömlu lögbókarhandriti „með
hendi frá um 1500“ (bls. 111). Sú tímasetning er tekin eftir útgáfunni í Norges
gamle Love (útskýrt á bls. 35) en ONP tímasetur hana (eins og fram kemur í
töflu bls. 34) „um 1400–1500“ (sem er gömul áætlun kaalunds). Þetta er þá
hugsanlega, en ósennilega, elsta handrit sáttmálans; annars er það elsta tíma-
sett „um 1450“.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage148