Saga - 2011, Side 149
upprunalega skjalið hafi glatast og hinn varðveitti texti sé miklu
yngri tilbúningur. en sú tilgáta er engan veginn nauðsynleg til að
skýra varðveislusöguna. Þvert á móti væri við því að búast, ef sátt-
málinn þótti á vissu tímabili svo merkilegur að ástæða væri til að
spinna hann upp, að hann væri þá til í fleiri uppskriftum frá einmitt
þeim tíma. ef textinn er hins vegar ekta, þá má ætla að allmargir
framámenn Íslendinga hafi strax útvegað sér afrit af honum, hins
vegar ekki skráð hann á bækur. Fáir hirtu svo um að varðveita hann
eða afrita þegar nýir konungar voru teknir við og nýjar skilmála-
skrár komnar í umferð. Það var þá bara heppni að á 16. öld komust
tvö af síðustu eintökum hans í hendur fróðleiksmanna sem lögðu á
sig að afrita þau. Slík varðveislusaga væri hvorki afbrigðileg né tor-
tryggileg, en hún myndi vissulega staðfesta að allar síðmiðaldir hafi
íslenskir lögfræðingar lagt í þetta skjal meira af skilningi Helga
Þorlákssonar en Jóns Sigurðssonar.
Textafræðin — nýja rannsókn frá grunni
Mér hefur hér orðið tíðrætt um hyllingarskjöl, skilmálaskrár og
kröfuskrár Íslendinga til að bera varðveislu þeirra saman við Gamla
sáttmála — sem reynist varla vera neinn sáttmáli heldur bara tvær
af skilmálaskránum, hingað til taldar þær elstu, samdar 1262 og
1302.
en þessi skjöl eru ekki bara sambærileg að efni heldur hafa
menn þóst sjá bein rittengsl milli nokkurra þeirra, bæði í efni og
orðalagi, og veit ég ekki betur en fræðimenn hafi verið nokkurn veg-
inn sammála um þau tengsl, jafnvel þeir sem greindi á um ársetn-
ingu einstakra skjala. Þannig hefur Gamli sáttmáli 1302 verið talinn
endurskoðuð útgáfa af skjalinu frá 1262, en þeim tengslum vill
Patricía snúa við: skjalið, sem þykist vera frá 1262, sé yngra, spunnið
upp með hliðsjón af hinu. Næst kemur „Almúgans samþykkt“,
kröfu skrá talin frá 1306 sem virðist vísa til skjalsins frá 1302 auk
þess að fylgja orðalagi þess á köflum. Patricía lítur ekki á það sem
sérstakt skjal heldur bara ákveðinn flokk af uppskriftum Gamla sátt-
mála frá 15. öld,47 án þess að hafa neitt að segja um tengsl hans við
gamli sáttmáli — hvað næst? 149
47 Af þeim flokki eru þrír af textunum sem hún birtir, nr. 10–12, þeir sem er „ekki
getið“ hjá Guðna Jónssyni. Þeir eru sýnilega náskyldir, m.a. með sameiginlega
villu, „undir þá grein lögmannsins“, þar sem yngra handrit hefur leshátt sem
hlýtur að vera réttur: „grein lögmálsins“.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage149