Saga - 2011, Qupperneq 151
verið beinlínis villandi, sérstaklega um allt það sem mótaðist í
munnlegri geymd; um skjöl á það hins vegar miklu betur við. Og
kenning53 Patricíu um Gamla sáttmála er kenning um skjöl og um
frumtexta, um það hvort frumtextar hinna varðveittu uppskrifta hafi
verið opinber skjöl, staðfest á Alþingi 1262 og 1302, eða tilbúningur
frá 15. og 16. öld. Slíka kenningu ber að undirbyggja með aðferðum
textafræðinnar, þeirrar klassísku ekki síður en hinnar nýju.
Byggja undir eða grafa undan. Að svo stöddu gæti ég allt eins
trúað að alvarleg textarannsókn myndi grafa undan kenningunni,
gera torvelt að fella inn í hana vensl uppskriftanna af Gamla sátt-
mála og tengsl þeirra við aðra texta. Það væri þá spurning um vægi
annarra röksemda, einkum hinna meintu tímaskekkja, hvort á end-
anum yrði að fallast á mjög langsótt textavensl (t.d. langa seríu af til-
búnum textum sem menn hafi spunnið upp hvern út frá öðrum).
Alvarleg textarannsókn, segi ég. en liggur hún ekki fyrir nú
þegar, ef lesnar eru saman rannsóknir karlanna sem ég hef verið að
nefna, allt frá gamla Maurer til Jóns Jóhannessonar? er málið ekki
bara löngu afgreitt frá þeirri hliðinni?
Nei, raunar ekki. Þar er margt ógert af því smáa sem tilheyrir
textaútgáfu og textasamanburði eftir fyllstu kröfum og jafnframt einu
almennu atriði áfátt sem einmitt kallar á rannsókn í smáatriðum.
karlarnir vita sínu viti þegar uppskriftir greinir á, geta bent á rök
fyrir því hvernig yngri texti styðjist við þann eldri, hvernig vissir
leshættir séu afbakaðir54 og aðrir beinlínis tilbúningur. Þannig
afgreiðir Jón Jóhannesson það í fimm línum neðanmáls55 hvernig
gamli sáttmáli — hvað næst? 151
Heimskringlutexta Fríssbókar, án þess að láta sig neinu varða hvort þeir textar
áttu sér forsögu.
53 eða kenningar öllu heldur. Hvor gerð Gamla sáttmála um sig, 1262 eða 1302,
gæti verið ungur tilbúningur þótt hin sé rétt tímasett. vissar röksemdir eru að
vísu sameiginlegar, tímaskekkjur sem gera báðar gerðirnar tortryggilegar og
tengingin við samþykktina 1319, sem virðist sýna að þá þekki menn þær báðar.
en flest rökin, bæði með og móti, snerta aðeins aðra gerðina (það er t.d. bara
sú frá 1302 sem verður svo sérkennilega algeng í lögbókum um 1450). Már
Jónsson leggur (a.m.k. í söguþingsritinu) einkum áherslu á rök fyrir ungum
aldri gerðarinnar frá 1262 og hefur lýst eindregnum stuðningi við þá kenningu
(„Getur það verið? Já, alveg áreiðanlega“, „Gamli sáttmáli 1862,“ bls. 89) án
þess að tengja hana við neina niðurstöðu um gerðina frá 1302.
54 T.d. fyrrnefnd „grein lögmannsins“ (nmgr. 44) þó það standi í öllum elstu upp-
skriftunum.
55 Jón Jóhannesson, „Réttindabarátta Íslendinga í upphafi 14. aldar“, bls. 301. Jón
Þorkelsson bendir á þetta líka, Ríkisréttindi Íslands, bls. 8–9.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage151