Saga - 2011, Page 158
Fræðast má um skipun vísinda- og tækniráðs á heimasíðu
þess.11 Ráðið kemur saman tvisvar til fjórum sinnum á ári en um -
fjöllun þess á hvoru sviði um sig er undirbúin af starfsnefndum
ráðsins, vísindanefnd og tækninefnd, sem funda reglulega. Nú -
verandi stefna vísinda- og tækniráðs (2010–2012) var samþykkt á
fundi ráðsins í desember 2009 og birt undir heitinu „Byggt á styrkum
stoðum“.12 Lítið fer fyrir umfjöllun um stefnu vísinda- og tækniráðs
í grein SGM. Að minnsta kosti vísar hann aldrei í hana beint, held-
ur aðeins í þá mynd hennar sem birtist aftan við reglur Rann -
sóknasjóðs fyrir styrkárið 2010. vísinda- og tækniráð kemur aðeins
einu sinni fyrir í greininni þar sem segir: „Alltof oft er þess til dæmis
krafist af vísindamönnum sem sækja í tiltekna sjóði Rannís að verk-
efni þeirra hafi eitthvert hagnýtt gildi eða að nýta megi niður -
stöðurnar í þágu atvinnulífsins. Þetta er beinlínis eitt af helstu
áhersluatriðum vísinda- og tækniráðs árið 2010, og þær hugmynd-
ir gera einstökum stofnunum hærra undir höfði en öðrum auk þess
sem vísindamenn komast óbeint undir áhrifavald stjórnmála-
manna.“13 Hér vísar SGM til að mynda í „markáætlunina frá árinu
2008–2009 sem var stjórnað af Rannís [leturbr. MLM] en þar var rík
áhersla lögð á hagnýtingu niðurstaðna.“14 Á öðrum stað í greininni
segir enn fremur: „Þegar nær dró aldamótum tók að gæta þeirrar til-
hneigingar að stjórnmálamenn færu að beita sér fyrir tilteknum
áherslum í vísindastefnu sjóðsins [leturbr. MLM], svo sem þegar
miklum fjármunum var varið í upplýsingatækni og kristni á fimm
ára tímabili.“15 Og við þetta bætir SGM neðanmáls: „Að auki voru í
magnús lyngdal magnússon158
11 Sjá Vef. http://www.vt.is, skoðað í febrúar 2011.
12 Byggt á styrkum stoðum. Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012. (Án útgáf-
ustaðar: Forsætisráðuneytið 2010). Sjá Vef. http://vt.is/files/Stefna_vTR_
2010–2012_198837433.pdf, skoðað í febrúar 2011.
13 Sigurður Gylfi Magnússon, „Dómur sögunnar er ævinlega rangur!“, bls. 167.
Hér vísar SGM svo neðanmáls í „Rannsóknasjóður: Reglur og leiðbeiningar
fyrir styrkárið 2010“. Í 13. kafla (bls. 13) er vitnað í stefnu vísinda- og tækniráðs
2007–2009 þar sem segir: „Það er mikilvægt að tryggja samfellu í styrkveiting-
um frá grunnrannsóknum til nýsköpunar á markaði og virka samvinnu
háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Þetta stuðlar að því að niðurstöður
nýtist sem best til samfélags- og efnahagslegs ávinnings. Fyrirtæki þurfa að
verða virkari þátttakendur í rannsóknastarfi og nýsköpun en hingað til og taka
þarf tillit til markaðslegra forsendna við úthlutun styrkja, m.a. í fjármögnun
áhættusamra rannsókna- og þróunarverkefna.“
14 Sigurður Gylfi Magnússon, „Dómur sögunnar er ævinlega rangur!“, bls. 176.
15 Sama heimild, bls. 172.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage158