Saga - 2011, Blaðsíða 160
öllu því fjármagni sem til er að dreifa í opna samkeppnissjóði frem-
ur en í markáætlanir.19
Frá árinu 1999 hafa verið starfræktar þrjár markáætlanir. Rann -
sóknarráð Íslands undirbjó og framkvæmdi þá fyrstu (upplýsinga-
tækni og umhverfisrannsóknir) en vísinda- og tækniráð markaði
stefnu fyrir seinni tvær (erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni
annars vegar og öndvegissetur og rannsóknarklasar hins vegar).
Rannís (þá orðin Rannsóknamiðstöð Íslands) var falin umsjón með
framkvæmd styrkveitinga í umboði stjórnar í markáætlunum tvö og
þrjú en kom að öðru leyti ekki að stefnumótun og ákvörðunum um
styrkveitingar. Það er því mjög villandi að tala um „markáætlun
Rannís“ í samhengi við þriðju áætlunina, hvað þá markáætlun sem
var „stjórnað af Rannís“.
SGM gerir hagnýtingu niðurstaðna og tenginguna við atvinnu-
lífið að umtalsefni (þá í samhengi við þriðju markáætlunina) og tel-
ur að hvort tveggja sé „oft hugsað til að þjóna hagsmunum sem
koma vísindasamfélaginu lítið sem ekkert við.“20 Þá er því til að
svara að eitt af helstu markmiðum vísinda- og tækniráðs með þess-
ari áætlun var að flétta saman „starfsemi fyrirtækja, háskóla, rann-
sóknastofnana, opinberra aðila og einstakra þjóðfélagshópa“ og var
slíkt talið geta „skilað þjóðinni enn meiri ávinningi“, einkum á
sviðum þar sem Íslendingar voru taldir „hafa burði til að ná sér-
stökum árangri á alþjóðavettvangi“. Um þetta ályktaði ráðið sér-
staklega í desember 2007.21 Það var einmitt þessi hugmyndafræði
sem bjó að baki þriðju markáætluninni og gerð var „skilyrðislaus
krafa um víðtækt og virkt samstarf milli háskóla, stofnana og fyrir-
tækja“.22 Sem fyrr getur ríkja ólíkar skoðanir innan vísindasam-
félagsins um ágæti markáætlana, en leikreglur lágu skýrt fyrir. Hér
magnús lyngdal magnússon160
19 eitt af stefnumálum vísinda- og tækniráðs 2010–2012 er að nýjum markáætlun-
um ráðsins verði settur lagarammi eða reglugerð sem kveður á um faglegt mat
og ákvarðanatöku, sbr. Byggt á styrkum stoðum, bls. 15. Sjá Vef. http://vt.is/
files/Stefna_vTR_2010–2012_198837433.pdf, skoðað í febrúar 2011. Hér má
einnig bæta því við að umsóknir í markáætlanir eru metnar á sama hátt og tíðkast
í opnum sjóðum. Því er um samkeppni að ræða þótt hún sé á ákveðnu sviði.
20 Sigurður Gylfi Magnússon, „Dómur sögunnar er ævinlega rangur!“, bls. 167.
21 „vísinda- og tækniráð. Haustfundur. Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu.
Þriðjudagurinn 18. desember 2007 [ályktun]“. Sjá Vef. http://www.rannis.is/
files/Alyktun%20v&t%2018des07_310582766.pdf, skoðað í febrúar 2011.
22 „Markáætlun á sviði vísinda og tækni 2009–2015 — Öndvegissetur og rann-
sóknaklasar [upplýsingabæklingur á heimasíðu Rannís]“. Sjá Vef. http://
rannis.is/files/Markaaetlun%202009–2015_495004176.pdf, skoðað í febrúar 2011.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage160