Saga - 2011, Page 161
er líka mikilvægt að hafa í huga að með því að flétta saman háskóla
og starfsemi fyrirtækja (vísindasamfélag og atvinnulíf) gerði vís -
inda- og tækniráð mikilvæga tilraun til þess að brúa bilið milli grunn -
rannsókna annars vegar og nýsköpunar og hagnýtingar hins vegar,
bil sem stundum er nefnt „nýsköpunargjáin“.23
Með lagabreytingunni árið 2003 öðlaðist Rannís nýtt hlutverk.
Upp frá því hefur stofnunin heitið Rannsóknamiðstöð Íslands og
hlutverk hennar er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbún-
ing og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu vísinda- og tækni ráðs.24
Með nýjum lögum 2003 urðu einnig miklar breytingar á sjóðakerfinu
fyrir rannsóknastarfsemi. vísindasjóður og Tækni sjóður voru sam-
einaðir í Rannsóknasjóð auk þess sem stofnaður var nýr sjóður,
Tækniþróunarsjóður. Þá tók Tækjasjóður við hlutverki Bygginga- og
tækjasjóðs. Þessir sjóðir úthluta styrkjum (að undangengnu faglegu
mati) samkvæmt almennum áherslum vísinda- og tækniráðs. Rannís
fer með daglega umsýslu þessara sjóða en auk þeirra annast stofnun-
in umsýslu með Rannsóknarnámssjóði, markáætlun á sviði vísinda
og tækni, Nýsköpunarsjóði námsmanna og Launasjóði fræðiritahöf-
unda. Tveir síðastnefndu sjóðirnir eru utan áhrifasvæðis vísinda- og
tækniráðs.25 Þessir sjóðir hafa allir sérstakar stjórnir (stjórn Rann -
sókna sjóðs úthlutaði styrkjum úr þriðju markáætluninni og stýrir
jafnframt Tækjasjóði) en Rannís fer eingöngu með umsýslu þeirra.26
athugasemd við „dóm sögunnar“ 161
23 vilhjálmur Lúðvíksson, „Rannsóknaráð og mótun vísinda- og tæknistefnu á
20. öld“, t.a.m. bls. 54–58.
24 Sbr. 10. gr. laga nr. 3/2003. Sjá Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/
2003003.html, skoðað í febrúar 2011. Árið 2010 bættist við umsjón með skatt -
ívilnun í samræmi við lög nr. 152/2009 um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki
(skv. sérstökum samningi Rannís við fjármálaráðuneytið) og svo rekstur á
skrifstofu Gæðaráðs háskóla (skv. sérstökum samningi Rannís við mennta-
málaráðuneytið).
25 Aðrir sjóðir sem styðja rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun, utan áhrifa -
svæðis vísinda- og tækniráðs, eru 11 talsins og heyra undir fimm mismunandi
ráðuneyti, auk tveggja sjóða á vegum opinberra fyrirtækja. Nokkrir sjóðanna
hafa víðtækara hlutverk en að styðja rannsóknir, tækniþróun eða nýsköpun en
þetta eru: Átak til atvinnusköpunar, Fornleifasjóður, Orku- og umhverfisrannsókna -
sjóður Orkuveitu Reykjavíkur, Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar, Orku sjóður,
Rannsóknasjóður til að auka verðmæti sjávarfangs (AVS), Samgöngurann sóknir og
Verkefnasjóður sjávarútvegsins.
26 Sbr. 9. gr. laga nr. 3/2003 en samkvæmt henni getur menntamálaráðherra falið
stjórn Rannsóknasjóðs úthlutun annarra sjóða samkvæmt frekari ákvörðun þar
um. Sjá Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003003.html, skoðað í febr ú ar
2011.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage161