Saga - 2011, Page 162
Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á
Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknar-
verkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana
og fyrirtækja.27 Bæði vísindasjóður og Tæknisjóður (fyrirrennarar
Rannsóknasjóðs) styrktu stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til skil-
greindra verkefna; vísindasjóður með það að markmiði að efla
íslenskar vísindarannsóknir en Tæknisjóður til að styrkja þróun og
nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu,
rannsóknir og þróunarstarf.28 Nýr Rannsóknasjóður tók við sam-
einuðu hlutverki þessara tveggja sjóða enda er markmið laga um
opinberan stuðning við vísindarannsóknir að styðja bæði grunn-
rannsóknir og hagnýtar rannsóknir og stuðla að samvinnu þeirra
aðila sem starfa að rannsóknum.29 Annar nýr sjóður, Tækni þróunar -
sjóður (sem tók að hluta til við hlutverki Tæknisjóðs), fékk svo það
hlutverk að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar
sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi, en sjóðnum er heimilt
að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu
vísinda- og tækniráðs.30
SGM hefur eitt og annað við rekstur samkeppnissjóða að athuga.
Hann telur vanda þeirra vanreifaðan, til að mynda þá þróun að
sjóðirnir hafi orðið vettvangur fyrir fjármögnun rannsóknarnáms,
einkum doktorsnáms.31 Þessu vill SGM bregðast við með því að
magnús lyngdal magnússon162
27 Sbr. 2. gr. laga nr. 3/2003. Sjá Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/
2003003.html, skoðað í febrúar 2011.
28 Sbr. 8. og 11. gr. laga nr. 61/1994. Sjá Vef. http://www.althingi.is/lagas/128a/
1994061.html, skoðað í febrúar 2011.
29 Sbr. 2. gr. laga nr. 3/2003. Sjá Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/
2003003.html, skoðað í febrúar 2011. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt
almennum áherslum vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á
gæðum rannsóknarverkefna. Sérstök fagráð meta umsóknir og raða þeim í
umboði stjórnar. Áður en umsóknir eru teknar til umfjöllunar í fagráðum eru
þær sendar í mat til að minnsta kosti tveggja ytri matsmanna (sem frá 2011
starfa utan Íslands). ytra mat er ráðgefandi fyrir fagráðin sem bera endanlega
ábyrgð á hinu faglega mati. Fagráðin meta einungs umsóknir út frá faglegum
sjónarmiðum en ekki út frá stefnu vísinda- og tækniráðs. Þegar stjórnin úthlut-
ar styrkjum tekur hún mið af bæði faglegu mati fagráðanna og almennum
áherslum vísinda- og tækniráðs. Lögum samkvæmt er stjórnin hins vegar
bundin af hinu faglega mati.
30 Sbr. 10. gr. laga nr. 75/2007. Sjá Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/
2007075.html, skoðað í febrúar 2011.
31 Sigurður Gylfi Magnússon, „Dómur sögunnar er ævinlega rangur!“, bls. 167.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage162