Saga - 2011, Page 169
2004 (nema þá til að kaupa sig undan vinnuskyldu, en slíkt er
fáheyrt). Farið var að beita sömu reglu síðustu árin sem vísinda -
sjóður starfaði.53 Í annan stað skal nefna breytingar á mótframlagi
fyrir styrkárið 2009. Fram að því krafðist Rannsóknasjóður 50% mót-
framlags en frá og með styrkárinu 2009 er gerð krafa um 15% mót-
framlag. Á sama tíma var hámark verkefnisstyrkja hækkað upp í 6,5
milljónir króna á ári (ekki rúmlega 4 milljónir eins og SGM nefnir),
en hámark rannsóknastöðustyrkja varð á sama tíma um 4,4 milljónir
króna á ári og hámark öndvegisstyrkja fór upp í 25 milljónir króna.
Í þriðja og síðasta lagi væri fróðlegt að vita hvaðan SGM hefur þá
vitneskju að „einhverjir háskólaprófessorar“ hafi tekið þann kostinn
að kaupa sig undan kennsluskyldu út á styrk úr Rannsóknasjóði.
Svo mikið er víst að slíkar upplýsingar koma ekki frá Rannís.
Uppkaup á kennsluskyldu fastráðinna kennara eru að vísu heimil
samkvæmt reglum sjóðsins en dæmi um slíkt eru teljandi á fingrum
annarrar handar. viðurkenndur launakostnaður Rannsóknasjóðs er
enda mjög hófstilltur þegar kemur að svonefndum sérfræðingi 1 (til
að mynda prófessor) og sérfræðingi 2 (til að mynda lektor eða
dósent) og hvetur vart til þess að styrkþegar kaupi sig frá kennslu-
skyldu.54
SGM telur að draga þurfi „skýr mörk [á] milli fjármögnunar
rannsóknarnáms annars vegar og almennra vísindarannsókna hins
vegar.“55 Á móti má spyrja: er það yfirleitt hægt, og til hvers?
eiríkur Steingrímsson og Magnús karl Magnússon, báðir prófess-
athugasemd við „dóm sögunnar“ 169
53 Þetta stóð t.d. í reglum um vísindasjóð fyrir styrkárið 2002: „Laun og launatengd
gjöld. Lagður er til grundvallar sá tími sem starfsmenn (þátttakendur) vinna í
verkefninu. Taxtinn er útborguð laun (eða taxti útseldrar vinnu) að viðbættum
beinum kostnaði af vinnu starfsmannsins, þ.m.t. launatengd gjöld. Athugið að
ekki er hægt að sækja um styrk úr vísindasjóði til launa, þ.m.t. yfirvinnu,
„fastráðinna“ starfsmanna rannsóknastofnana eða fyrirtækja (t.d. háskóla-
kennara, fastráðinna sérfræðinga, o.s.frv.).“ „Reglur vísindasjóðs fyrir styrk-
árið 2002.“ Þessar reglur eru ekki lengur aðgengilegar á heimasíðu Rannís en
upplýsingar af þessu tagi veitir skrifstofa Rannís hverjum þeim sem eftir þeim
leitar.
54 viðurkenndur launakostnaður Rannsóknasjóðs hefur ekki hækkað mikið
undan farin þrjú ár og engan veginn haldið í við þróun verðlags. Til að glöggva
sig á þessum tölum má skoða þær tölur sem gilda fyrir styrkárið 2011, sbr.
„Rannsóknasjóður: Reglur og leiðbeiningar fyrir styrkárið 2011“ bls. 8. Sjá Vef.
http://rannis.is/files/Rsj_Reglur_og_leidbeiningar_2011_471305782.pdf,
skoðað í febrúar 2011.
55 Sigurður Gylfi Magnússon, „Dómur sögunnar er ævinlega rangur!“, bls. 179.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage169