Saga - 2011, Blaðsíða 170
orar við læknadeild Háskóla Íslands, birtu á dögunum greinaflokk
í Frétta blaðinu sem þeir nefndu Háskólarannsóknir á tímum kreppu.
Þar kom meðal annars fram að öflugt vísindastarf væri háskólum og
vísindastofnunum afar mikilvægt.56 vandinn liggur hins vegar í
fjármögnun háskólakerfisins. Hrunið í október 2008 breytti öllum
forsendum, en þó er mikilvægt að hafa í huga að íslenskir háskólar
voru illa fjármagnaðir fyrir hrun (opinber framlög til hvers nemanda
samanborið við nágrannalönd) og vísast hefur ástandið versnað til
muna. Langstærsti hluti þess rannsóknarfjár sem ríkið leggur
háskólum til fer í að greiða laun, þ.e.a.s. fyrir rannsóknaskyldu
háskólakennara, og innan háskóla er því villandi að tala um frjálst
rannsóknarfé. Því er ólíklegt (enda jafnvel óframkvæmanlegt) að
þessir fjármunir verði teknir frá háskólunum og settir í samkeppnis -
sjóði eins og SGM leggur til.57 Hitt er annað mál að auðvitað á að
gera skýlausa kröfu um gæðaeftirlit með beinum fjárveitingum.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur nýverið skipað Gæðaráð
háskóla sem hefur það hlutverk að meta gæði kennslu og tengsl
kennslu og rannsókna innan háskóla. einnig þarf að gera kröfur um
gæðaeftirlit með rannsóknarfé (bæði til háskóla og rannsóknastofn-
ana), en einungis í kringum 15–20% opinberra framlaga til rann-
sókna og þróunar fara í gegnum opinbera samkeppnissjóði (þar á
meðal Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð náms-
manna og Rannsóknarnámssjóð).58 Það þýðir að beinar fjárveitingar
nema um 80–85%. Í þessu samhengi benda eiríkur Steingrímsson og
magnús lyngdal magnússon170
56 eiríkur Steingrímsson og Magnús karl Magnússon, „Háskólarannsóknir á tím-
um kreppu og hlutverk háskóla“, Fréttablaðið 1. október 2010. Sjá Vef. http:
//www.visir.is/article/2010520335263, skoðað í febrúar 2011.
57 „Í þriðja lagi er hægt að hugsa sér að stefnan gangi í þveröfuga átt við það sem
hér hefur verið lagt til, nefnilega að sjóður eins og Rannís [væntanlega
Rannsóknasjóður] verði opnaður upp á gátt og um leið verði allt rannsóknarfé
sem háskólarnir í landinu fá frá ríkinu sett í hann. Slíkt kæmi ekki í veg fyrir
ójafna aðstöðu umsækjenda, en það myndi auka líkur á að sjálfstætt starfandi
vísindamenn fengju úthlutað úr sjóðnum, sem væri margfalt stærri. Með þessu
móti væri líka hægt að tryggja að rannsóknarféð sem háskólarnir fá árlega frá ríkisvald-
inu væri tekið úr höndum kunningja innan háskóladeildanna [seinni leturbr. MLM].“
Sigurður Gylfi Magnússon, „Dómur sögunnar er ævinlega rangur!“, bls. 179.
58 Skipting opinberra framlaga til rannsókna og þróunar: Menntastofnanir (42%),
opinberar rannsóknastofnanir (31%), Rannís og sjóðir undir vísinda- og
tækniráði (11%), aðrir sjóðir og áætlanir (8%) og alþjóðlegar áætlanir (8%). Sbr.
sbr. Byggt á styrkum stoðum, bls. 6. Sjá Vef. http://vt.is/files/Stefna_vTR_
2010–2012_198837433.pdf, skoðað í febrúar 2011.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage170