Saga - 2011, Blaðsíða 171
Magnús karl Magnússon á að víðast hvar í hinum vestræna heimi
sé þetta hlutfall mun hærra, þar á meðal um 30–40% á Norður -
löndum að Íslandi undanskildu. Þeir bæta svo við: „Í Bandaríkjun -
um koma um 85% af rannsóknafé háskóla úr samkeppnissjóðum.
Það er því ljóst að Ísland sker sig verulega úr hvað þetta varðar.
Samkeppnissjóðirnir tryggja gæðaeftirlit með rannsóknunum.
Rannsóknaverkefni og virkni vísindamanna sem sækja um styrki
eru metin reglulega og þegar dregur úr virkni eða hugmyndaauðgi,
fá viðkomandi vísindamenn ekki styrki lengur. Hér á landi nær
þetta eftirlit aðeins til þess hluta af framlagi ríkisins sem fer gegn-
um samkeppnissjóði.“59
SGM leitast hins vegar við að gera aukna sókn vísindamanna
Háskóla Íslands í Rannsóknasjóð tortryggilega og telur að óljóst sé
„hvernig Rannís hugsar fjárhagslegan stuðning við rannsóknanám
og samspil þess við aðra rannsóknastyrki.“60 Þannig á þessi óljósa
afstaða hvergi að koma betur fram „en í þeim tilfellum þegar pró-
fessorar við Háskóla Íslands fá styrki til vísindarannsókna með
doktorsnemum án þess að fyrir liggi hvaða nemendur muni sinna
rannsókninni. Þessir ótilgreindu og nafnlausu doktorsnemar eiga
þannig í samkeppni um styrki við sjálfstætt starfandi fræðimenn,
oftast með langt háskólanám að baki og farsælan akademískan feril.
Það furðulega er að doktorsnemarnir (raunverulegir eða ekki) eru í
reynd metnir á verðleikum hinna reyndu leiðbeinenda sinna í stað
sinna eigin.“61 Og af þessum vangaveltum dregur SGM saman eftir -
farandi niðurstöðu: „Í sjálfu sér er hægt að skilja afstöðu stjórnenda
Háskóla Íslands, sem fyrst og fremst virðast horfa á tímabundinn
ávinning skólans við að ná tökum á sjóðum Rannís [leturbr. MLM].“62
athugasemd við „dóm sögunnar“ 171
59 eiríkur Steingrímsson og Magnús karl Magnússon, „Háskólarannsóknir á tím-
um kreppu og gæði þeirra“, Fréttablaðið 13. október 2010. Sjá Vef. http:
//www.visir.is/article/2010316432045, skoðað í febrúar 2011. Hér má nefna
að langstærsti hluti þess rannsóknarfjár sem stóru skólarnir í Banda ríkjunum
afla kemur í gegnum opinbera samkeppnissjóði (s.s. NIH, NSF, DD og DO)
sem byggja úthlutanir sínar á öflugu jafningjamati. Árið 2009 komu 79% þess
rannsóknarfjár sem Harvard aflaði úr opinberum samkeppnis sjóðum. Sjá Vef.
http://www.provost.harvard.edu/institutional_research/Provost_–_Harvard_
Fact_Book_2009–10_FINAL_new.pdf, skoðað í febrúar 2011. Sbr. Jón Torfi
Jónasson, Inventing Tomorrow‘s University. Who is to take the lead? (Bononia
University Press: Bologna 2008), bls. 129.
60 Sigurður Gylfi Magnússon, „Dómur sögunnar er ævinlega rangur!“, bls. 177.
61 Sama heimild, bls. 177.
62 Sama heimild, bls. 178.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage171