Saga - 2011, Page 172
Það er satt best að segja erfitt að átta sig á þessari röksemda-
færslu, enda tíðkast víðast hvar erlendis að rannsóknarverkefni dokt-
orsnema séu fjármögnuð gegnum samkeppnissjóði þar sem jafn-
ingjamati er beitt. Slíkir styrkir eru forsenda fyrir doktorsnáminu og
um leið tryggja þeir gæði vísindaverkefnanna og doktorsnámsins.
víða tíðkast einmitt að leiðbeinendur fái styrki fyrir doktorsnema og
að samkeppnissjóðirnir fjármagni þannig doktorsnámið. Það er, með
öðrum orðum, reglan að leiðbeinendur útvegi fjármagnið til rann-
sókna. Nemendurnir eru svo valdir inn í skólana á grundvelli gæða,
en þeir sækja ekki sjálfir um fé til eigin rannsókna. Þeir hafa ekki
reynslu til þess og það að sækja um rannsóknarfé er reyndar eitt af
því sem þeir eiga að læra í náminu (að setja saman rannsóknaáætl-
un, fjárhagsáætlun o.s.frv.), enda standa þeir frammi fyrir því að
námi loknu að fjármagna eigin rannsóknir. Hér ber líka að varast að
alhæfa mikið úr frá árangurshlutfalli Háskóla Íslands í Rannsókna -
sjóði styrkárið 2010. Miklu nær er að skoða dreifingu styrkja yfir
lengra tímabil og greiningu þess efnis má nálgast á heimasíðu
Rannís.63 Það er einnig vert að hafa í huga að Háskóli Íslands er
stærsti og fjölmennasti háskóli landsins, bæði hvað varðar fjölda
nemenda og akademíska starfsmenn.64
eins og ég vék að í upphafi þessarar greinar er ýmislegt sem
Sigurður Gylfi Magnússon fjallar um í grein sinni „Dómur sögunn-
ar er ævinlega rangur! Háskólalíf og vísindapólitík á vorum dög-
um“ vert umhugsunar fyrir okkur sem störfum í háskólum og/eða
vísindapólitík, og gildir einu hvar við borðið við sitjum (fastráðnir
vísindamenn, sjálfstætt starfandi fræðimenn, ráðuneytisfólk, fólk úr
atvinnulífinu, ungir og upprennandi rannsakendur, nemendur eða
magnús lyngdal magnússon172
63 Sbr. „Rannsóknasjóður 2004–2010“. (Reykjavík: Rannsóknamiðstöð Íslands
2010). Sjá Vef. http://rannis.is/files/Rsj2004_2010_327674263.pdf, skoðað í
febrúar 2011.
64 Á tímabilinu 2004–2010 hafa 42% allra umsókna í Rannsóknasjóð komið frá
verkefnisstjórum tengdum Háskóla Íslands, næst kemur hópur verkefnisstjóra
sem tengist rannsóknastofnunum, með 15,8% umsókna, verkefnisstjórar
tengdir Háskólanum í Reykjavík eru með 8,6% umsókna en verkefnisstjórar
tengdir öðrum háskólum (þ.m.t. erlendum háskólum) standa að baki 11,9%
umsókna í Rann sókna sjóð á umræddu tímabili. Til samanburðar má nefna að
verkefnisstjórar tengdir Landspítala eru með 9,5% umsókna, verkefnisstjórar
tengdir fyrirtækjum eru með 5,5% umsókna en sjálfstætt starfandi fræðimenn
standa að baki 6,4% umsókna á tímabilinu 2004–2010. Hér eru einungis til-
greindar tölur miðað við verkefnisstjóra, en undanfarin ár hefur samstarf í
verkefnum verið að aukast og hefur meðumsækjendum að sama skapi fjölgað.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage172