Saga - 2011, Page 175
viðar pálsson
konungsvald í Noregi á miðöldum
William Ian Miller, Audun and the Polar Bear. Luck, Law, and Largesse in a
Medieval Tale of Risky Business. Medieval Law and its Practice 1. Brill:
Leiden 2008.
Hans Jacob Orning, Unpredictability and Presence. Norwegian Kingship in the
High Middle Ages. Þýð. Alan Crozier. The Northern Word 38. Brill: Leiden
2008.
Sverre Bagge, From Viking Stronghold to Christian Kingdom. State Formation
in Norway, c. 900–1350. Museum Tusculanum Press: kaupmannahöfn
2010.
Norðmenn tala um rikssamling. Á nítjándu öld, þegar Rudolf keyser
og nemandi hans Peter Andreas Munch voru yfir og allt um kring,
felldi hugtakið undir sig ekki einungis meginstrauma norskrar
valdasögu á miðöldum og æskuskeið konungdæmisins heldur
einnig mikilvægan kjarna í sjálfsmynd og söguskilningi þeirra sem
beittu því. Það stýrði konungdómnum, þjóðinni og sögunni í einn
og órofa straum.
Áður en sonurinn reis upp gegn föðurnum sameinuðust þeir
keyser og Munch um þá grundvallarsöguskoðun, sem varð út -
breidd í fræðunum, að á víkingaöld hefði gömlu stjórnarfari og
valdamenningu verið umbylt með átökum. Á aðra höndina stóðu
fylkishöfðingjar eða hersar, gamalgrónir og óskoraðir forgöngu-
menn í héraði, en á hina höndina smákonungar, fram komnir síðar
og andstæðir hinni fornu skipan; vaxandi yfirgangur þeirra síðar-
nefndu, ekki síst að erlendum og suðrænum dæmum, var slíkur við
upphaf víkingaaldar að eitthvað varð undan að láta. Úr jarðvegi
þessara átaka óx konungdómurinn: fremur en þola áþján snerust
hin gömlu öfl á sveif með nýju valdi, konungsvaldi, sem í persónu
Haraldar hárfagra — og endanlega Ólafs helga — braut hvern smá-
Saga XLIX:1 (2011), bls. 175–186.
Í TARDÓMUR
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage175