Saga - 2011, Side 176
konunginn á fætur öðrum á bak aftur.1 Þannig reis konungdómur-
inn ekki aðeins með fulltingi „þjóðarinnar“, sem sýndist að baki
hersunum, heldur beinlínis fyrir hana. Það sem konungur og þjóð
bundu saman varð ekki í sundur skilið. valdið var nýtt, en rétt eins
og þjóðin var þegar til staðar lá ríkið áður í brotum.
Þótt söguskoðun keysers og Munchs hafi þegar á nítjándu öld
vikið í veigamiklum atriðum fyrir nýjum sjónarmiðum eða breytt-
um áherslum hefur norsk miðaldasaga fram um daga Hákonar
háleggs í raun hverfst um tvær erkispurningar öðrum fremur, allt til
okkar daga: i) Hvaða öfl skópu norska konungdóminn fyrir um 1130
— einkum fram til um 1030 —, og hvers vegna reyndust þau afger-
andi fyrir samlingen af landet? ii) Hvert var eðli og hlutverk konung-
dómsins þegar hann umbreyttist úr konungsveldi í konungsríki eftir
um 1130, og þá einkum á dögum Sverris, Hákonar gamla og Magn -
úsar lagabætis? Þegar rannsóknarhefð markast jafnlengi af sömu
grundvallarspurningum og norsk miðaldasagnfræði hefur gert er
hætt við að línan þynnist á milli frjórrar og endurskapandi umræðu,
annars vegar, og endurtekinna öngstrætisferða og hreinnar þrætu-
bókarlistar, hins vegar. ef marka má nýleg rit um konung og vald í
Noregi á miðöldum, til dæmis þau sem hér eru tekin til umræðu,
virðist þó ljóst að örvæntingar er ekki þörf ennþá — að minnsta
kosti ekki fyrir þá sem (enn) hafa áhuga á konungi og valdi. en jafn-
vel fyrir þá sem minni áhuga hafa er til nokkurs að vinna: í flestu til-
liti hafa endurteknar atlögur að höfuðspurningum annað hvort
getið af sér ný viðhorf og aðferðafræði eða sótt ríkulega til þeirra á
öðrum sviðum, og því eru fáar leiðir greiðfærari þeim sem vilja vaða
megin strauma norskrar miðaldasagnfræði tvær aldir aftur í tímann
en sú að hlýða á samræður fræðimanna um konung og vald. Það
eitt er mikils virði.
Undir eru þrjú rit, öll um konung og vald en með ólíkasta móti í
efnistökum og stíl. Hans Jacob Orning, dósent við voldaháskóla,
viðar pálsson176
1 Sjá, til dæmis, Rudolf keyser, „Udsigt over den norske Samfundsordens
Udvikling i Middelalderen“, Samlede Afhandlinger (Oslo: P. T. Mallings For -
lagsboghandel 1868), og Peter Andreas Munch, „Om den saakaldte nyere histor-
iske Skole i Norge“, Samlede Afhandlinger 3. Útg. Gustav Storm (Oslo: A.
Cammermeyer 1875). yfirlit rannsóknarhefðar fram á síðari hluta tuttugustu
aldar er í Per Sveaas Andersen, Samlingen av Norge og kristningen av landet
800–1130. Handbok i Norges historie 2 (Bergen: Universitetsforlaget 1977), bls.
40–56, hér 41–42; sjá almennt Otto Dahl, Norsk historieforskning i det 19. og 20.
århundre, 4. útg. (Oslo: Universitetsforlaget 1990), bls. 43–74.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage176