Saga - 2011, Side 177
kveður sér hljóðs með sinni fyrstu bók, nær óbreyttri doktorsritgerð
frá Oslóarháskóla (Uforutsigbarhet og nærvær: En analyse av norske
kongers maktutøvelse i høymiddelalderen, sem unnin var undir leiðsögn
Jóns viðars Sigurðssonar og varin 2004) — í afbragðsþýðingu Alan
Croziers —, en Sverre Bagge og William Ian Miller eru, á hinn bóg-
inn sviðsvanir og gamalkunnir.
Miller skrifar stutt og hnitmiðað, Bagge langt og yfirgripsmikið.
Samræður höfundanna eru gjarnan óbeinar eða jafnvel fjarlægar,
svo sem vænta má af jafnólíkum ritum og höfundum þótt á sama
sviði standi, en þó bregður til beinni skipta, einkum á milli Bagge og
Orning. Á öllum tíma öðrum en síðpóstmódernískum (er hann
liðinn?) væri óþarft að láta þess sérstaklega getið — og telja til tekna,
eins og hér er gert — að höfundarnir lesi allir víðfeðmar kenningar
af viðfangsefni sínu og setji þær á oddinn, en ekki er of varlega farið.
Raunar má segja að einn þeirra, Bagge, skrifi beinlínis gegn meintu
kenningarleysi, að minnsta kosti í aðra röndina.
Þess var að vænta að Sverre Bagge sendi frá sér múrstein um
vöxt og viðgang ríkisvalds í Noregi, opus magnum.2 Að líkindum er
enginn núlifandi fræðimanna hæfari til verksins en hann, enda fyrir
löngu orðinn kennivald í norskri miðaldasagnfræði og einkum í
nánd við konung. Ritinu er þó sýnilega ekki ætlað að leysa af hólmi
fyrri skrif höfundarins heldur rísa af þeim, og gerir það mjög ágæt-
lega. Samhengi þess og fræðileg afstaða fá skarpari útlínur þegar
litið er til beggja handa: annars vegar til rannsóknarhefðar um riks-
samling og stat á síðari árum í Noregi og hins vegar til umræðu
sagnfræðinga almennt á sama tíma um konungsvald og ríkisvald í
vestur-evrópu, einkum á hámiðöldum. Fordæmið setur Bagge sjálf-
ur, leynt og ljóst. Sérstaklega leitast hann við að gera upp tvo
ráðandi „skóla“ í norskri rannsóknarhefð, þann marxíska og þann
empíríska.
Á millistríðsárunum urðu straumhvörf í norskri miðalda-
sagnfræði þegar marxísk sögugreining ruddi sér til rúms. Fyrir þann
tíma, allt aftur til keysers og Munchs, hafði lykilsins að gátunni um
konungdóminn verið leitað hjá aristókratíunni — eftir því sem á leið
nítjándu öldina virtist hún bundnari ætt en lýð, eigin forréttindum
konungsvald í noregi á miðöldum 177
2 Múrsteinshugtakið er frá Guðvarði Má Gunnlaugssyni.
3 Sjá t.d. ernst Sars, „Om Harald Haarfagres Samling af de norske Fylker og hans
Tilegnelse af Odelen“, Historisk tidsskrift 1, 2. fl. (1872); sbr. Per Sveaas Andersen,
Samlingen av Norge, bls. 42–43 og 48.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage177