Saga - 2011, Blaðsíða 178
en frelsi annarra3 — í trausti þess að fullnægjandi skilningur á eðli
hennar og valdamenningu myndi ljúka upp forsendum og rökum
vaxandi konungsvalds. Söguleg efnishyggja svipti hins vegar kon-
ung og aristókratíu sjálfræði og seldi í ánauð hagrænna afla.
einkum undir forystu Halvdan kohts og Johan Schreiners, læri -
föður og sveins, var tekið að líta á vöxt og viðgang ríkisvalds, og þar
með á konungdóminn sjálfan, sem birtingarmynd eða „yfirbygg-
ingu“ undirliggjandi efnahagslegrar og félagslegrar þróunar. Breytt
ásýnd konungsvaldsins endurspeglaði þannig umfram allt umskipti
einnar efnahagsgrunngerðar í aðra, feril sem í eðli sínu stóð utan og
ofan við mannlegt vald, jafnt konunga sem annarra. Marxíski skól-
inn reis hæst með Andreas Holmsen, einum fremsta og áhrifamesta
sagnfræðingi Norðmanna á síðustu öld, en lykilatriði í söguskilningi
hans var að konungsvaldið hefði eflst í höndum aristókratíunnar
sem tæki til þess að herða á efnahagslegri og félagslegri forréttinda -
stöðu sinni — hefði með öðrum orðum þjónað henni sem arð ráns -
plógur.4
Sú ályktun marxíska skólans að stofnanavæðing valds og aukin
miðstýring þess á hámiðöldum hafi öðrum þræði, ef ekki að öllu
leyti, verið andsvar pólitískrar elítu við vaxandi fjárþröng hefur
reynist afturganga í húsum allmargra síðari gagnrýnenda. Meðal
þeirra má telja Sverre Bagge og læriföður hans knut Helle, sem þó
hefur undir merkjum empírismans andæft marxismanum mjög
rækilega. Bagge virðist ekki einungis ganga að því vísu að „inn-
streymi“ fjár hafi hrapað eftir miðja elleftu öld heldur einnig að slík
umskipti hafi beinlínis mótað konungsvald og aristókratíu á tólftu
og þrettándu öld svo markvert sé; spurningin sé því vart hvort held-
ur hvernig breyttur efnahagsveruleiki meitlaði valdamenningu og
valdastofnanir konungs og aristókratíu.
Nú ber hins vegar á það að líta að ályktunin arfgenga, óháð
mögulegu sannleiksgildi hennar, er ekki sjálfgefin þegar náttúrleg-
um heimkynnum hennar, marxískum kenningaheimi, sleppir —
raunar mjög fjarri því. ekki er unnt að sýna fram á það með traust-
um heimildum eða óyggjandi rökum að valdaformgerðir og þróun
viðar pálsson178
4 Halvdan koht, Innhogg og utsyn i norsk historie (Oslo: Aschehoug 1921). —
Halvdan koht, Harald Hårfagre og rikssamlinga (Oslo: Aschehoug 1955). — Johan
Schreiner, „Gammelt og nytt syn på norsk middelalderhistorie“, Historisk tids-
skrift 10, 5. fl. (1940). — Andreas Holmsen, Nye studier i gammel historie (Oslo:
Universitetsforlaget 1976).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage178