Saga - 2011, Page 179
þeirra í Noregi á víkingaöld og hámiðöldum, höfðingjavald og kon-
ungsvald, hafi grundvallast á færslu frá ytri tekjutöku (e. external
exploitation) til innri tekjutöku (e. internal exploitation). Fátt er fast í
hendi um hversu mikill auður kom „að utan“ á víkingaöld, hvort
sem er raunvirt eða hlutfallslega í samanburði við aldirnar á undan
og á eftir, og hlutfall „ytri“ og „innri“ tekna á hverjum tíma fyrir sig
á tímabilinu öllu, sem er forsenda samanburðar, verður ekki leitt
með ásættanlegum líkum af fyrirliggjandi heimildum. Tölulegum
samanburði hefur því hvorki verið né verður með góðu móti skotið
undir slíkar ályktanir, enda yrði hann alltaf háður stórkostlegum
fyrirvörum og getgátum. Í stærra samhengi hlýtur sú spurning
einnig að vakna hvernig hægt sé að meta fjárþörf höfðingja á hverj-
um tíma fyrir sig, bera hana saman, og greina nákvæmlega hvernig
auður og völd studdust hvort við annað. Í þessu efni er mörgu
ósvarað.
Mótandi áhrif eru eitt, orsakaforræði er annað. Bagge hafnar
eindregið þeirri grundvallarkenningu marxíska skólans að ríkis-
myndun í Noregi á hámiðöldum eigi upphaf sitt og innstu rök í
arðráni eins á öðrum; hann hafnar því að stofnanavæðing valds og
miðstýring þess sé hrá afurð undirliggjandi og því sem næst hlut-
lægra hagrænna afla. Áður hafði knut Helle komist að sömu niður -
stöðu, eins og kunnugt er, en á öðrum forsendum. Í Norge blir en stat,
sem í nær hálfa öld hefur þjónað sem fremsta grundvallararrit um
eflingu konungsvalds á tólftu og þrettándu öld í Noregi, hafnar
hann kenningarlegu ofríki stórsagna en leitast þess í stað við að lýsa,
og eftir efni og aðstæðum að skýra, sögulega þróun á grunni strangr ar
heimildarýni.5 Hvort umrætt öndvegisrit er „kenningarlaus sagn -
fræði“ eða því sem næst, eins og æðstu vonir empírista standa jafn-
an til, skal ósagt hér, en ljóst má vera að Helle mátar ríkisvald og
innviði þess við forsendur og rök sem eru ólíkt en áður var þeirra
eigin. valdið er ekki lengur birtingarmynd heldur afl í og af sjálfu
sér.6
Sem vænta má tekur Bagge á stóru jafnt sem smáu á ólíkustu
sviðum fjögurra og hálfrar aldar sögu, enda virðist bókinni ætlað að
skúra í öll horn. klassísk álitamál eru reifuð hvert á fætur öðru, fyrri
konungsvald í noregi á miðöldum 179
5 knut Helle, Norge blir en stat 1130–1319. Handbok i Norges historie 1:3 (Oslo:
Universitetsforlaget 1964), 2. útgáfa 1974 sem Handbok i Norges historie 3.
6 Sjá ennfremur og til samanburðar knut Helle, Konge og gode menn i norsk riks-
styring ca. 1150–1319 (Bergen: Universitetsforlaget 1972).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage179