Saga - 2011, Síða 181
niðurstaða hennar er að aukin miðstýring og stofnanavæðing valds
verði ekki með skynsamlegu móti skilin frá menningarlegum, hug-
myndafræðilegum og trúarlegum samfélagsþáttum; þvert á móti sé
umbylting og ríkjamyndun í eðli sínu og kjarna menningarlegt, hug-
myndafræðilegt og trúarlegt ferli ekki síður en félagslegt og efna-
hagslegt.7 Á slíkum forsendum, og undir skýrum áhrifum sagn -
fræðinga á borð við Robert Bartlett,8 leggur Bagge þunga áherslu á
að Noregur hafi orðið kristið konungsríki, sem beri að skoða og meta
heildstætt: ríkisvald er ekki einungis félagslegur og efnahagslegur
veruleiki heldur einnig andlegt ástand, hugmyndafræðileg afstaða
og trúarleg sjálfsmynd. yfirbyggingin er orðin grundvöllur og
marxisminn fjarlægur.
Áhersla Bagges á hugmyndafræði valdsins og vald hugmynda -
fræðinnar kemur fáum á óvart sem þekkja hans fyrri verk. Sem
vænta mátti hafa gagnrýnendur sett spurningarmerki sín á sömu
staði. Þannig hefur því verið velt upp hvort hugmyndafræði valds-
ins sé ofmetin í greiningum Bagges, henni fengið hlutverk sem hún
veldur ekki fyllilega eða hvort takmarkandi þáttum hennar sé minni
gaumur gefinn en skyldi. Alvarlegar og ígrundaðar athugasemdir í
þessa veru eru miðlægar í verki Hans Jacobs Ornings, mikilvægu og
vönduðu framlagi til skilnings og túlkunar á konungsvaldi tólftu og
þrettándu aldar. Skotspónninn er ríkjandi skilningur á konungsvaldi
Sverris og Hákonar gamla — skrínlagður í ágætu riti Sverre Bagge
From Gang Leader to the Lord’s Anointed —, þótt vissulega hangi
meira á spýtunni.9
Í nefndu riti færir Bagge rök fyrir því að í ólíkri konungsmynd
og hugmyndafræði Sverris sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar endur -
speglist grundvallarbreytingar sem urðu á konungsvaldi í Noregi
frá lokum tólftu aldar og fram til ritunartíma Hákonar sögu eftir
miðja þrettándu öld; hugmyndafræðileg þróun frá persónubundn-
um herkonungi — gang leader — til ópersónubundins rex iustus af
guðs náð — Lord’s anointed — vitni um sambærilega, en þó ekki full-
komlega hliðstæða, sögulega þróun til breytts og sterkara konungs-
konungsvald í noregi á miðöldum 181
7 Sjá, til dæmis, Robert Ian Moore, The First European Revolution, c. 970–1215. The
Making of europe (Oxford: Blackwell Publishing 2000).
8 Sbr. Robert Bartlett, The Making of Europe. Conquest, Colonization, and Cultural
Change, 950–1350 (Princeton: Princeton University Press 1993).
9 Sverre Bagge, From Gang Leader to the Lord’s Anointed. Kingship in Sverris saga
and Hákonar saga Hákonarsonar. The viking Collection, Studies in Northern
Civilization 8 (Odense: Odense University Press 1996).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage181