Saga - 2011, Blaðsíða 182
valds. Orning heggur ekki að ráði í greiningu Bagges á konungs-
mynd sagnanna en hafnar hins vegar þeirri ályktun um sögulega
þróun konungsvalds sem dregin er af henni. Það sem að endingu
hangir á spýtunni er því hvernig vald verði skilgreint með skynsam-
legum hætti og hvernig hægt sé að greina það og túlka í (bókmennta-
legum) texta — það liggur í hlutarins eðli að leit í og greining á
miðaldatexta stýrist af því að hverju er leitað og á hvaða forsendum.
Skilningur Ornings er að vald sé síður hugmynd en raunveru-
leiki, síður hugsjón en athöfn — beri þeim í milli, eins og gjarnan er.
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Túlkun á konungsvaldi, eðli
þess og virkni, hljóti því fyrst og síðast að snúast um greiningu á
pólitískri hegðun. Með samanburði á viðskiptum konungs við hirð,
höfðingja og bændur í Sverris sögu og Hákonar sögu — Sturlungu er
fylgt til hliðsjónar um valin atriði — kemst Orning að þeirri
niðurstöðu að konungsvaldi sé lýst með mjög áþekkum hætti í
báðum textum. Af því dregur hann þá rökréttu ályktun að ekki
verði með vísan til valdamenningar sagnanna tveggja sýnt fram á
umbyltingu konungsvalds frá Sverri til Hákonar, jafnvel þótt óum-
deilt megi telja að því hafi vaxið fiskur um hrygg á sama tímabili og
að Hákon hafi verið öllum mun sterkari konungur en Sverrir. Þvert
á hugmyndafræði Hákonar sögu um rex iustus hafi megineinkenni
valdamenningar beggja sagna og beggja konunga verið hlutdeiling
valds. Til annars skorti konung tæki og afl, og gildir þá einu til hvers
hugur hans kann að hafa staðið að öðru leyti.
Allt fram yfir seinna stríð, þegar valdasaga var að miklu leyti
markhyggin stjórnskipunarsaga (Verfassungsgeschichte), hefði niður -
staða Ornings þótt færa Hákon gamla skör neðar, hnekkt orðspori
hans — konungdómur hans hefði þótt „frumstæðari“ og „ófull-
komnari“ en haft hafði verið fyrir satt fram að því, og „nú tíma -
konungurinn“ heldur „miðaldalegri“ en vanist hafði. konungs vald
er hins vegar hvorki rætt né túlkað á slíkum forsendum lengur á
meðal sagnfræðinga, og hefur ekki verið í fjölda ára. Það verður því
að teljast hæpið að ágreiningur Ornings og Bagges risti jafndjúpt og
hann hefði vafalaust gert áratugum fyrr og ætla mætti af fang-
brögðum þeirra nú. Þrátt fyrir deilur um áherslu og orðaval er
báðum að endingu starsýnt á sama hlutinn: takmarkað konungs-
vald. Það sem út af stendur er hvernig hugmyndafræði valdsins, og
textans, verði skipað til sætis án þess að leysa upp borðhaldið.
Skýr og einbeitt röksemdafærsla, sem hvergi fórnar stöðugri
framvindu að settu marki fyrir óþörf hliðarspor, er einkenni á mál-
viðar pálsson182
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage182