Saga - 2011, Qupperneq 183
flutningi Hans Jacobs Ornings. Þó kemur til álita að dyggðin snúist
upp í andhverfu sína í einstaka tilfelli. Þannig er óvænt að hann
skuli ekki rekja garnirnar úr rannsóknarhefð konungasagna al -
mennt, að því er snertir höfðingjavald og takmörkun konungsvalds,
þegar við blasir hversu þung meðrök hann hefur þangað að sækja.
ekki einungis hefði það fært honum aukin rök fyrir sterku máli
heldur einnig leitt betur í ljós almennt gildi og víðara samhengi
niðurstöðunnar: grunnformgerð konungsvalds í Hákonar sögu er
sambærileg valdaformgerð konungsvalds annarra konungasagna,
til dæmis Morkinskinnu, Fagurskinnu og Heimskringlu (sem allar
voru færðar á bókfell á dögum Hákonar), auk Sverris sögu.
Strangar skorður í þessu efni verða þó fyrst hrópandi þegar
orðsifjar valdsins eru raktar („Ideal Subordination: Obedience and
Service“). Með því að gaumgæfa orðræðu valdboðs og undirgefni,
einkum þjónustu og hlýðni, í En tale mot biskopene, konungs skuggsjá,
norsku hómilíubókinni og lagatextum, annars vegar, og Sverris
sögu, Böglunga sögum, Hákonar sögu og Sturlungu, hins vegar,
dregur Orning víðtækar ályktanir um hugmyndafræði valds. Í slíku
samhengi er gildi, jafnvel nauðsyn, samanburðar við aðra norræna
texta frá sama tíma sem nota sömu hugtök og einnig fjalla um (kon-
ungs)vald augljóst, en hann skortir fullkomlega. Þess í stað er full-
yrt að í Heimskringlu bregði hlýðni (lýðni) einungis þrisvar fyrir (71,
nmgr. 27). Það er fjarri. Heimskringla tengir hlýðni og konungsvald
hátt í þrjátíu sinnum.10 Til samanburðar telur Orning einungis níu
dæmi í Sverris sögu, Böglunga sögum, Hákonar sögu og Sturlungu
samanlagt. Í knýtlinga sögu einni, sem rök eru til að sé eftir Ólaf
hvítaskáld, eru hlýðni og konungsvald tengd þrettán sinnum, þar af
tvisvar biskupsvaldi einnig;11 dæmi finnast í Færeyinga sögu, eglu,
og fjölda annarra sagnatexta.12 Sambærilega rakningu má hefja fyrir
konungsvald í noregi á miðöldum 183
10 Sjá t.d. Heimskringla 1. Útg. Bjarni Aðalbjarnarson. Íslenzk fornrit XXvI
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1941), bls. 109, 165, 254 og 299; 2, XXvII
(1945), bls. 51–52, 72, 75, 81, 97 (óhlýðnir), 181, 242, 269–270, 306, 338; 3, XXXvIII
(1951), bls. 35, 38, 183, 255, 301 og 304.
11 Knýtlinga saga. Danakonunga sögur. Útg. Bjarni Guðnason, Íslenzk fornrit XXXv
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1982), bls. 136, 172, 179, 220–221, 225, 232
og 258–259 (snørusk þá margir menn til hlýðni ok þjónostu við Eirík), bls. 299, 303,
305 (játuðu konungi hlýðni ok svá biskupi), 313 (hlýðnir Knúti konungi … ok
Absalóni erkibiskupi).
12 Færeyinga saga. Útg. Ólafur Halldórsson. Íslenzk fornrit XXv (Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag 2006), bls. 74. — Egils saga Skalla-Grímssonar. Útg. Sigurður
Nordal. Íslenzk fornrit II (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1933), bls. 43.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage183