Saga - 2011, Side 184
þjónustu, sem kemur margoft fyrir í Heimskringlu og öðrum forn-
sögum í beinu samhengi við konungsvald. Þótt ekkert þessara
dæma virðist í fljótu bragði raska meginniðurstöðu kaflans stæði
hún traustari stoðum ef þau hefðu fylgt, ef einungis í rúmri neðan-
málsgrein.
Ádrepa um einstök atriði breytir í engu því mati að Orning sé
glöggur textarýnir og verkið í öllu faglegt, sterkt, frumlegt og mikil -
vægt. Samlestur við jafnmikilsvirt framlag Sverre Bagge sýnir hins
vegar í hnotskurn þann reginmun á fræðilegri framsetningu sem
lesendur mæta í ólíkum fræðiritum. Orning sýnir nákvæmlega af
hvaða frumheimildum hann dregur ályktanir sínar, og vitnar til
þeirra í viðurkenndum textaútgáfum, en Bagge skrifar ex cathedra.
Með því eru heiðarleiki og fagmennska Bagges ekki á nokkurn hátt
dregin í efa, heldur einungis bent á misjafna stöðu viðtakandans.
viðtakandinn sér hjá Orning nokkuð jöfnum höndum til þess sem
ályktað er og þess sem ályktað er af, að því marki sem krafist verður,
en hjá Bagge eru spilin sjaldan lögð á borðið með þeim hætti. Hann
er kennivald og skrifar sem slíkt. Röksemdir hans eru skipulegar og
lærðar, en lesandinn sér sjaldan öll þau spil sem á hendi eru; hann
verður að treysta því að höfundurinn þekki til hlítar þá frumtexta
sem máli skipta og til grundvallar liggja, en eru þó ekki brotnir til
mergjar að honum ásjáandi. Þannig er kennivaldstexti jafnan bein-
skeyttari en annars væri þegar mikið er undir, sterkur og sannfær-
andi að heildarsýn og að því leyti þægilegur viðureignar. Það er því
mjög miður að kostum hlaðið verk Bagges, eins sterkt og sannfær-
andi að heildarsýn sem það sannarlega er, skuli ekki vera jafnreip-
rennandi í stíl og framsetningu og vænta mætti. Slíkt er sérstaklega
áberandi þegar lipurlega skrifuð rit eru til samlestrar.
Samanburðurinn kann að þykja óvæginn þegar til mótlestrar er
tekinn William Ian Miller, einhver ritfærasti höfundur í norrænum
fræðum. Miller er í hópi útvalinna fræðimanna sem næmast auga
hafa fyrir frumtexta og túlkun hans, og kunna að miðla hugsun
sinni þannig að lærðum jafnt sem leikum opnast nýjar dyr. Audun
and the Polar Bear ber höfundi sínum fagurt vitni í þessu tilliti. Bókin
ber með sér ástríðu fyrir íslenskum miðaldabókmenntum, fyrir sam-
spili texta og samfélags, fyrir kenjum og kostum mannlegrar hegð -
unar, fyrir margræðni tjáningarinnar, fyrir heiðri einstaklingsins og
fyrir kaldhæðni valdsins. Þetta er enda flest að finna í ríkum mæli í
þeim texta sem lesandanum er lagður í upphafi, Auðunar þætti
vestfirska í þýðingu höfundar (Flateyjarbókartexta).
viðar pálsson184
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage184