Saga - 2011, Page 185
Hér er skólabókardæmi um hvernig stuttur og afmarkaður texti
getur þjónað sem umræðuvettvangur fyrir þemu sem hafa mun
almennara gildi; ritið er fráleitt einangruð glósa um stakan texta
heldur inngangur að textatúlkun almennt. Þótt Auðunn og kon-
ungar stígi ekki af sviðinu ritið á enda, beinist athygli lesandans
fyrst og síðast að þeim félagslega veruleika sem gæðir athafnir og
ákvarðanir þeirra merkingu og rökum og mótar framvinduna í
stærra samhengi. Þátturinn fjallar á gamansaman en djúpvitran hátt
um samkeppni um völd og virðingu í konungsnánd og konunga í
millum, og er borin uppi af gjafaskiptum — miðlægum tjáningar-
máta tengsla, valda og virðingar í miðaldasamfélagi. viðfangsefnið
er því félagsfræði gjafarinnar eins og hún birtist í Auðunar þætti,
rök hennar og eðli.
Á síðastliðnum fimmtán árum hefur orðið viðsnúningur í
félagsfræði gjafarinnar. Í stað þess að nálgast gjafaskipti sem mið -
læga og hlutlæga formgerð félagsmenningar miðalda, sem gegnt
hafi lykilhlutverki í viðhaldi félagstengsla heilt yfir, hafa sagn fræð -
ingar í auknum mæli túlkað gjafaskipti sem valdaorðræðu þrengri
og efri hóps samfélagsins. Áherslan hefur að sama skapi færst á
huglægt eðli orðræðunnar og hlutverk hennar í vægðarlausri sam-
keppni og togstreitu um félagslega stöðu, völd og virðingu.13
kast ljósið beinist að persónum sem gerendum í félagslegu rými,
sem sjálft markast af félagslegum og pólitískum „leikreglum“ —
(þ. „Spielregeln“, e. „rules of the game“). eins og Pierre Bourdieu hef-
ur einna skýrast rökstutt eru forsendur til þess að ætla að pólitískar
athafnir og ráðstafanir gerendanna stýrist að verulegu leyti af raun-
konungsvald í noregi á miðöldum 185
13 Meginstefnur og straumar rannsóknarhefðar gjafarinnar á síðustu árum koma
glöggt fram í Negotiating the Gift. Premodern Figurations of Exchange. Ritstj. Gadi
Algazi o. fl., veröffentlichungen des Max-Planck-Instituts für Geschichte 188
(Göttingen: vandenhoeck & Ruprecht 2003), og The Languages of Gift in the
Early Middle Ages. Ritstj. Wendy Davies og Paul Fouracre (Cambridge:
Cambridge University Press 2010). Sjá ennfremur Florin Curta, „Merovingian
and Carolingian Gift Giving“, Speculum 81:3 (2006), og Arnoud-Jan A.
Bijsterveld, „The Medieval Gift as Agent of Social Bonding and Political Power:
A Comparative Approach“, Medieval Transformations. Texts, Power, and Gifts in
Contexts. Ritstj. esther Cohen og Mayke de Jong. Cultures, Beliefs and
Traditions, Medieval and early Modern Peoples 11 (Leiden: Brill 2001), aukin
sem „The Medieval Gift as Agent of Social Bonding and Power“ ásamt
„Afterword: the Study of Gift Giving since the 1990s,“ Do ut des. Gift Giving,
Memoria, and Conflict Management in the Medieval Low Countries. Middeleeuwse
Studies en Bronnen 104 (Hilversum: verloren 2007).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage185